20.12.2006 | 01:24
Allt að gerast
Ég skellti mér á námskeið í kvöld hjá Hans Petersen. Það eitt og sér var gott og gilt en námskeiðið var haldið á Fiskislóð 75 Reykjavík. Það hefði svosem ekki verið saga til næsta bæjar nema að sveita stelpan á Álftanesinu var að fara á þetta heimilisfang í Reykjavíkinni og þar sem ég vissi nú alveg hvar Fiskislóð var átti þetta nú ekki að vera mikið mál . Ég mundi eftir X-18 sem var þarna á Fiskislóð X og mundi það að húsnúmerið þar var töluvert hátt svo ég GAT ekki villst!! Ég keyri Fiskislóðina og finn X-18 heildsöluna og sé það mér til mikillar ánægju að það hús var númer 81 svo 75 hlaut að vera ca 1-2 húsum lengra. Ég keyri að næsta húsi og það er bókstaflega ekkert merkt svo ég fer bakvið það og ekki finn ég nr 75 svo ég fer að húsinu þar við hliðina og það var heldur ekkert merkt svo það voru farnar að renna tvær grímur að ég hafi einfaldlega ekki tekið rétt eftir og hringi í Jóhann bróður til þess að fá frekari upplýsingar hjá honum um þessa Fiskislóð. Hann segir að þetta sé sama húsið og X-18 sé í nema austan megin! Ég fer þá aftur til baka til að athuga þetta "austan megin" en ég er sú áttavilltasta hér á þessari jörð, heppin að vita hvað snýr annarsvegar upp og hinsvegar niður. Ég fer að húsinu og horfi á þetta hús, þar er lagerhurð, vinstramegin við það var inngönguhurð sem tilheyrði lagernum svo ég kíkti hægra megin og þar voru "kokkarnir" með aðsetur svo þá var bara vinstri eftir....jú...ég sá glitta í Hans Petersen merki og þegar ég fór út úr bílnum og leit inn um glugga sá ég að þar INNI var merkt 75!!!!! Naumast tilgangur með merkingunni og svo FÁRÁNLEGT að hafa húsið að framan 81 og SAMA húsið bara AUSTAN MEGIN 75.
Hallærislegt....og ekki furða að maður verði áttavilltur í Reykjavík
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.