. - Hausmynd

.

svik og prettir!

Mér finnst ég vissulega hafa verið svikin í þetta skiptið. Það er svo ótrúlegt hvernig þetta kerfi okkar virkar. Vinkona mín í Svíþjóð segist ekki þurfa að taka upp veskið sitt þegar börnin hennar fara í tannlækningar eða slíkt því þetta er innifalið í "kerfinu". Hún á tvö heilbrigð börn og segir sjálf að þetta finnist henni nauðsynlegt þrátt fyrir að hafa ágætis tekjur því þetta er vissulega kjarabót heimilisins að þurfa ekki að hafa áhyggjur af svimandi háum reikningum frá læknum.

Dísin mín fagra hefur þurft að glíma við sitt lítið af hverju frá því hún fæddist. Hún veikist alvarlega 18 mánaða gömul og var henni ekki hugað líf.

Öllum að óvörum lifði stelpan af og læknarnir hristu höfuðið og sögðu að hún væri gangandi kraftaverk.

Þrátt fyrir að hún hafi lifað af sinn sjúkdóm þá tók margt annað við sem hún hefur þurft að glíma við. Flestum þætti þetta nóg en við tökum einn dag í einu og erum mjög þakklát fyrir hvern þann dag sem hún fær að vera á meðal okkar. Lífið er ekki sjálfsagt.

Eitt af hennar vandamálum er að allar hennar tennur eru meira og minna ónýtar eftir langvarandi lyfjameðferð. Þetta vissum við að gæti gerst en auðvitað er það bara smámál miðað við veikindin sem hún glímdi við.

Þrátt fyrir að þessi fallega stúlka sé á meðal okkar í dag þá hefur hún fengið stimpilinn frá Tryggingastofnun Ríkisins:

Flokkur 2  43% örorka

Þetta þýðir fyrir okkur að hún er viðurkennd innan heilbrigðiskerfisins um að hún þurfi frekari aðstoð. Ekki veiti af því hún er fastagestur á spítala borgarinnar og við eigum von á meiri aðstoð vegna tann-vandamálsins.

Svo kom það einn daginn að stelpan grét úr sársauka í einni tönninni. Ég fer með hana til tannlæknis og hann sagði að það væri engin skemmd í tönninni sjálfri en virtist eins og hún væri með tannrótarbólgu svo hann sendi okkur til sérfræðings.

Við pöntum tíma hjá barnasérfræðingi og þar var okkur sagt að við fengjum allavega 80% endurgreitt af viðgerðinni.

Mér fannst það alveg eðlilegt svo ég fór á TR til að athuga málið. 

Tilvitnun úr TR

"Börn sem falla undir 1., 2. og 3. flokk reglugerðar um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna og andlega þroskahamlaðir fá 100% af kostnaði við almennar tannlækningar endurgreiddan."

"Sérstök tilvik

Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við nauðsynlega tannlæknismeðferð vegna alvarlegra fæðingargalla svo sem meðfæddrar tannvöntunar, sjúkdóma eða slysa.Endurgreiðslan er 80% miðað við gjaldskrá ráðherra. Endurnýjun slíkra tannaðgerða er endurgreidd þegar endurnýjun er óhjákvæmileg."

Semsagt við eigum von á góðri upphæð endurgreiddan.

Hún fer í meðferð við þessari einu tönn og við þurfum að borga rúmar 68.000 fyrir þessa meðferð sem tók yfir þrjú skipti til sérfræðingsins.

Ég fer með reikningana til TR til að fá þá endurgreidda og hún biður um reikningsnúmer sem hún getur lagt inn upphæðina og ég gef það fúslega.

Konan rétti mér svo kvittunina fyrir endurgreiðslunni og á blaðinu stóð að TR hafi lagt inn endurgreiðslu að upphæð 11.790,-

Ég hváði og setti upp stórt spurningamerki og spurði hverju þetta mæti sæta. Hún sagði að þeir greiddu "80% miðað við gjaldskrá ráðherra"

Hvenær í ANDSKOTANUM kostaði rótarfylling um 15.000kr? Ég held að það hafi verið í kringum 1980!

Þetta finnst mér vera svik. Skammarlegt að TR eða ráðherrann haldi að tannrótarfylling hjá barni kosti ekki nema um 15.000kr.

Þegar við kvöddum tannlækninn sagði hún barninu að bursta betur tennurnar svo að svona þyrfti ekki að koma fyrir aftur!

Mig langaði til að KÝLA konuna kalda! Þetta snýst akkúrat EKKERT um tannhirðu, einungis galla í tönnum sökum lyfjameðferðar þegar hún var lítil.

Stelpan mín þarfnast einnig tannréttingar því það vantar hjá henni nokkrar tennur sem hættu að vaxa þegar hún fór í lyfjameðferðina á sínum tíma. Kostnaðurinn af tannréttingunum einum sér er yfir milljón og fáum við líka allt að 80% endurgreitt af því og var sótt um það sérstaklega til TR og við fengum svar til baka að þeir myndu borga 80% af reikningnum miðað við gjaldskrá ráðherraog kom sú tala inn á borð til okkar um að upphæðinni myndi að hámarki vera 285.000.

Ég er enn að velta því fyrir mér hvar ég fæ um 800.000 til viðbótar (jafnvel meira) til að hún komist í tannréttingar sem eru nauðsynlegar fyrir hana.

Ekki bara þetta því hún þarf að fá fastar brýr í staðinn því það vantar hjá henni 4 tennur sem VERÐA að vera því annars fer allt til andsk#$%&".

Þessar 4 brýr eða föstu tennur eru ekkert sérlega gefins. Hver tönn kostar í kringum 300.000 svo þetta eru 4x300.000 = 1.200.000 til viðbótar við hina milljónina sem mig vantar sárlega til að geta veitt barninu mínu það sem hún þarf. Semsagt 2.200.000,- vantar okkur til að geta sett barnið í viðeigandi meðferð.

Kallið mig klikkaða...en ég hef ekki efni á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Frown

Sandra Dís og Hólmfríður Sunna

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga mín! Mikið skil ég áhyggjur þínar. Lenti í svipuðu þegar ég var með eitt af börnunum hjá tannlækni og fékk til baka og sá það að gjaldskrá sýndi að ég fengi um 1/8 sirka borgaðan af kostn því gjaldskráin er svo gjörsamlega á skjön við það sem er allstaðar. En samt viðgengst þetta ár eftir ár. Kveðja Helena Mjöll;;)

Helena Mjöll (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 01:50

2 identicon

Hæ Helga mín! Mikið skil ég áhyggjur þínar. Lenti í svipuðu þegar ég var með eitt af börnunum hjá tannlækni og fékk til baka en sá það að gjaldskrá sýndi að ég fengi um 1/8 sirka borgaðan af kostn því gjaldskráin er svo gjörsamlega á skjön við það sem er allstaðar. En samt viðgengst þetta ár eftir ár. Kveðja Helena Mjöll;;)

Helena Mjöll (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband