28.12.2006 | 11:31
sorglegt :(
Mér finnst þetta sorglegt hvað margir hafa látist í umferðinni í ár. Ég þekki engan þeirra persónulega og leyfist mér að segja sem betur fer. En það er eigi að síður sorglegt fyrir þá sem þekktu einhverja hinna látnu . Ég veit ekki alveg hvað er í gangi í umferðinni. Hún er jú orðin hraðari en áður en svo er það líka þetta blessaða gatnakerfi og göturnar á landinu yfir höfuð. Það virðist einfaldlega ekki vera hægt að finna "framtíðar" malbik sem ekki skemmist á mettíma . Það vill loða dálítið við mann að miða við önnur lönd eins og til dæmis Þýskaland en þá gleymir maður að taka inn í veðráttuna. Það hefur jú áhrif á malbikið líka. Eins er það líka að þegar verið er að hanna vegi og gatnamót, þá gleymist oft að horfa fram á veginn og til framtíðar. Oft á tíðum þegar framkvæmdirnar við veginn eru búnar, þá er hann orðinn of "lítill" fyrir umferðarþungann og aftur eru þeir á byrjunarreit.
Ég vil miklu frekar borga þessu hönnunarliði fyrir að skreppa til þeirra landa sem eru framarlega í gatnagerð og fá þá til að læra af þeim.
Eigi að síður er gatnakerfið okkar svona og fæst okkar hafa möguleika á að hafa áhrif á það. Verðum við því að taka því eins og hverju öðru hundsbiti.
Farið varlega í umferðinni og treystið ENGUM.
Alvarlegum slysum fjölgaði um 28,7% fyrstu tíu mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.