18.11.2009 | 08:08
Samningaviðræður
1x á ári er svokallað partý í skólanum hjá krökkunum.
Það vill svo "skemmtilega" til að næsta partý...og jafnframt það fyrsta og eina verður haldið á föstudaginn hjá Sunnu. Það er bara einn smá galli, við vorum búin að ákveða að fara norður á fimmtudaginn svo hún þarf að sleppa þessu skólapartýi.
Í morgun hófust samningaviðræður milli mín og Sunnu og hóf Sunna viðræðurnar áður en hún vaknaði. Ég fór inn til hennar og kyssti og knúsaði svo hún myndi vakna og fyrsta orðið var ekki "góðan daginn" eins og alltaf, heldur "mamma, í alvöru, ég VIL fara í partýið"
Sunna: Mamma, gerðu það, ekki fara norður á fimmtudag, farðu frekar eftir skóla á föstudag.
mamma: æji, Sunna mín, við vorum búin að ákveða þetta manstu
Sunna: en mamma, getum við ekki bara tekið flug saman á föstudeginum eftir skóla?
mamma: Sunna mín, það er svo dýrt
Sunna: En ef við förum bara með afa, þá þurfum við ekkert að borga!
Semsagt, ráð undir rifi hverju. Nú er bara spurning hvort maður reyni ekki að hliðra til fyrir grislinginn.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.