. - Hausmynd

.

sleggjudómar

 Oft hef ég velt því fyrir mér afhverju maður er allaf að láta aðra hafa áhrif á mann. Afhverju getur maður ekki gert það sem maður vill án þess að hafa áhyggjur af því hvað aðrir segja?12 ára dóttir mín er með “stafrófið” af greiningum frá hinum ýmsu læknum. Hver læknir er sérfróður á sínu sviði og ég efa það ekki að þeir viti hvað þeir séu að segja. Þó svo að hún sé kannski ekki með verstu tilfellin í sumum greiningunum, þá er hún samt með þann veikleika og maður þarf að umgangast það eftir kúnstarinnar reglum.Til dæmis í morgun þá sá hún stóru systur sína með tösku sem Dísin á sjálf og fékk í jólagjöf í fyrra. Hún hefur t.a.m. aldrei notað þessa tösku sjálf. Hún var sett í skápinn með hinum töskunum fljótlega sem eru staðsettar í þvottahúsinu. Systirin hafði margoft notað þessa tösku en Dísin aldrei tekið eftir því fyrr en nú í morgun. Hún þvertók fyrir að leyfa systur sinni að nota töskuna. Það voru einungis 5 mínútur þar til skólinn átti að byrja og það tekur mig 3 mínútur að keyra í skólann. Ég sagði við hana að klukkan væri það margt að ekki væri hægt að skipta töskunni út og við yrðum að fara að hraða okkur. Þetta var ekki tekið gott og gilt og endaði í gráti og leiðindum. Þarna kom fram þráhyggjan sem tekur á sig skrítnar myndir. Stundum er maður ráðþrota hvernig maður á að “tækla” slíka röskun eins og þráhyggjan er þar sem rökræður duga nánast aldrei. Árátturöskunin er líka erfitt að meðhöndla þar sem hún gerir hlutina án þess að átta sig á því. Sumir segja þetta firru en þar sem ég er móðir hennar og umgengst hana á hverjum degi hlýt ég að vita eitthvað um málið….ekki satt.Ég er ein af þesssum “vondu” mömmum sem gef dóttur minni lyf. Ég hef henni þau ekki svo hún verði þæg og góð heldur til að hún nái einbeitingu í skólanum og hafi samskipti við jafnaldra sína. Eftir að hún byrjaði á lyfjunum hefur hún sýnt ótrúlegar framfarir í námi og þroska. Betur má ef duga skal og er þessum ferli langt frá því lokið. Margir þeir sem ekki þekkja almennilega til, finnst við foreldrarnir ekki nógu “ábyrgir” þar sem við kusum að gefa henni lyf í stað þess að nota aðrar lausnir. Við vorum búin að prufa aðrar lausnir en þær dugðu skammt.Fordæmingarnar eru með ólíkindum og þegar maður ræðir þessi mál við þá sem ekki þekkja til, fær maður feedback á þeim forsendum að aldrei myndi viðkomandi gefa barninu sínu slík lyf. Ég vil því segja við þá sem þekkja ekki svona dæmi. Hugsið áður en þið sláið sleggjudómum. Verið fegin að vera ekki sjálf í þessum pakka. Njótið þess að vera til og eiga börnin ykkar. Það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi að börnin lifi mann, eignist heilbrigð börn eða hvað þá að eignast börn yfir höfuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband