Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
13.11.2006 | 19:24
og hvað á barnið að heita??
ég er búin að vera með miklar vangaveltur yfir þessari mannanafnanefnd. Hvort á að halda henni uppi eða leggja hana niður er stór spurning. Auðvitað myndi sparast heilmikið á því að leggja hana niður, en hvað á að koma í staðinn??? þegar stórt er spurt er fátt um svör.....en ég sé samt eina lausn í sjónmáli
Ráðagóða Helga er mætt á svæðið og ráðleggur að það verði bara tekið upp svona kennitölunafnaval . Það er mjög einfalt. Þetta er bara eins og með bílana. Þegar þeir koma til landsins er raðnúmerið á boddýinu sett í tölvu sem má þá kalla það "kennitölu" bílsins, síðan er tölva sem raðar bílnúmerinu á bílana og það skráist í tölvur. Til dæmis er raðnúmerið (kennitalan) á Yarisnum mínum 365G56-H124 og fékk hann "nafnið" RK-437. Svo ef ég er ósátt við nafnið þá bara sæki ég um "einkanafn" og það er skráð í tölvur og kabúmm alles klar ég ek þá um götur á bílnum mínum með nafnið Jara litla
Næsta barn sem fæðist og er með kennitöluna 121106-2210 fær þá nafnið Jón/Gunna hvort sem um strák eða stelpu sé að ræða og ef það er strákur þá fá foreldrarnir úthlutað nafninu Jón og ef þeir hefðu vilja fá að skíra eftir afa barnsins sem gæti þess vegna heitið Guðmundur þá þurfa þau að sækja um "einkanafn" og það er þá samþykkt með þeim formerkjum að barnið myndi þá bera bæði nöfnin en mætti vera kallað því fyrra eða seinna nafninu svo strákurinn gæti heitið Guðmundur Jón og þá bara kallaður Guðmundur (sem síðar meir myndi verða Gummi eða Mundi ). Þetta myndi spara heilan helling í fjárframlögum ríkisins og myndi koma í veg fyrir að fólk færi að skíra skrítnum nöfnum eins og Línus Gauti, Ríta Lín, Bjartur Dagur eða Egill Daði svo eitthvað sé nefnt . Eins er þetta mjög sparnaðarsamt að hafa þetta á þennan veginn. Maður gæti verið búinn að skíra áður en maður fer heim og þá losnar maður undir pressunni um hvað á barnið að heita og að þurfa að standa í kökubakstri á milli andvökunætra .
Einfalt, ekki satt
Kannski finnst mér þetta alveg tilvalið þar sem ég er hætt að eiga börn og þetta snertir mig ekki. Enda er ég búin með kvótann....ég náði að skíra eitt barn með skrítið nafn (sem var gríðarlega skrítið á sínum tíma) og heitir hún Viktoría Rós. Næsta barn fór aðeins niður úr prinsessunöfnunum og fékk nafnið Sandra Dís en er samt pínu skýjableikt nafn og svo þessi þriðja og síðasta í röðinni fékk algerlega jarðbundið og hefðbundið íslenskt nafn Hólmfríður Sunna . Ég er ekki viss um að ég hefði verið sátt við að vera skikkuð til að skíra Gunna á Viktoríuna mína en ef maður hefur ekki valið þá er maður kannski ekki að ergja sig á því.
kveðja
Ráðagóða Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 13:51
de var brendivin i flasken da vi kom
Það var fámennt en góðmennt í afmælinu hjá múttu í gær. Mamma bakaði þessar ljúfu kökur sem við fengum okkur af. Við fórum með krakkana yfir og vorum alveg til að verða 11. Þá var farið að draga af Dísinni minni. Hún var orðin ansi þreytt. Sunnslan lét sem ekkert væri og var alveg sú hressasta. Knúsaði ömmu sína vel og lengi. Sigrún Angela var orðin ansi þreytt undir það síðasta og var farin að hamstra namminu sem var á borðinu og þá var daman bara tekin og háttuð í rúmið og ég hef grun um að daman hafi sofnað áður en slökkt var á ljósinu .
Ég fékk bjór hjá mömmu og eitt skot af Tekíla (lét þar við sitja ) en Stefán minn var á bakvakt svo hann var bara stilltur og sat í kaffinu.
Við komum svo bara hér heim og sátum yfir imbanum til að verða tvö
Nú er ég búin að læra helling fyrir Stefán. Hann er að fara í lokapróf á morgun. Vonandi gengur þetta upp hjá honum. Kemur allt í ljós.
Þarf víst að læra sjálf....
until next
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2006 | 18:27
hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag...
já, á þessum degi fyrir 52 árum fæddist lítil stúlka (í raun tvær litlar stúlkur) Þessi stúlka óx úr grasi og þegar hún var rétt að verða tvítug átti þessi litla stúlka barn og það barn er semsagt þessi bloggari . Það er semsagt mamma sem á afmæli. Það er svo ótrúlegt með það að mamma á afmæli einu sinni á ári .
Mamma, til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 22:14
nú er úti veður vont
í orðsins fyllstu merkingu
Þessi dagur byrjaði á öfugum enda.....eða ég fór öfugumegin frammúr!!
Leikskólinn var í fríi svo ég þurfti að finna einhvern sem var á "lausu" til að passa litla skottið. Dramatíska drottningin mín var upptekin svo ég talaði við Rósu frænku (mömmu Rósu) og hún var alveg til í að passa. Ég þurfti bara að koma með skottið yfir. Stelpurnar fóru e-ð seint að sofa í gær þar sem foreldrarnir voru bæði á fundi annarsvegar og fóru svo á markað hjá SVH. Stelpurnar voru eftir hjá mömmu Rósu og Stefán ætlaði svo að sækja þær þangað.
Svo í morgun um sjö vakti ég Sunnu og við vorum komin út 7:40 í hífandi vitlausu roki. Rósa tók á móti okkur niðri og fór með barnið en hún áttaði sig á því skyndilega að ég væri að fara og hún átti að vera ein eftir hjá Rósu!! skinnið var bara dauð-þreytt og ekki endilega upplögð að fara svona snemma út. Ég þurfti að vera mætt í stærðfræðitíma korter yfir átta svo þetta mátti ekki tæpara standa, ég er jú 25 mín að keyra í skólann
Tíminn í skólanum var jú ágætur. Svo mætti ég í næsta tíma og þá var bara óvart próf ég hafði ekki hugmynd um helv#$%& prófið en lét sem ekkert væri og sat fja"#$% prófið . Ekki nóg með það að það hefði verið próf heldur gilti þetta próf 20% af loka einkunn svo það er betra að ég nái með góðum einkunum . Svo var verkleg eðlisfræði og það gekk eins og í sögu.
Ég sæki litla skottið svo eftir skólann og var orðin gríðarlega þreytt eftir daginn. Kem heim alveg úrvinda af þreytu og var ekki í stuði fyrir neitt. Var samt búin að ákveða það að hafa grjónagraut í matinn. Plataði Stefán til að fara með Sunnu í íþróttaskólann og ég ætlaði að undirbúa matinn á meðan. Þau fara í íþróttaskólann og ég byrja að elda. skelli grjónum og því sem þarf í pott og ákvað að hafa tvo potta þar sem ekki allir eru sammála um hvort eigi að hafa rúsínur eða ekki í grautnum. (Það vilja allir nema Stefán rúsínulausan graut). Ég hræri samviskusamlega í pottinum og hugsa svo með mér að potturinn byrjar að "tikka" (lokið er með ventli sem lætur vita þegar byrjað er að sjóða) svo ég skrepp aðeins fram. Í því hringir síminn og ég tala smá stund í símann og átta mig svo á því að ég hafði ekkert heyrt í pottunum svo ég fer fram í eldhús. Þegar ég er komin í dyragættina sé ég að elhúsgólfið er orðið hvítt og eldavélin sem var svört var hvít ásamt borðinu.....semsagt ég steikti grjónin, brenndi vatnið og teppalagði eldhúsið af mjólk . Mér féllust hendur, 2 lítrar af mjólk látu út um allt elhús! grjónin brennd og all vonlaust. Ég þerraði það mesta, hringdi svo í Stefán og sagði við hann að ég hefði klúðrað matnum svo ég ætlaði að bjóða honum og krökkunum út að borða á American Style.
Ég vippa mér í skó og jakka og skelli mér af stað á Yarisnum mínum í Hafnarfjörð. Síminn minn hringir og þá er það litla skottið mitt sem er á línunni og segir; "mamma, ég er í vinnubílnum með pabba og við erum að fara á Amjerrikan stæl. Ætlaru að koma með?". Mér fannst þetta voða krúttlegt og gleymdi brunalyktinni heima og sóðaskapnum í eldhúsinu. Beið eftir þeim fyrir utan stælinn og fórum inn og fengum okkur mat sem ekki var búið að brenna
Nú er ég að "læra" fyrir Stefán!! . Hann er að fara í próf á mánudag úr smásögu sem hann var að lesa og þarf að vera klár á öllum karektörunum í bókinni. Er að reyna að gúggla þetta á netinu og gengur ágætlega. Svo þarf hann bara að læra þetta eins og páfagaukur fyrir mánudag.
Jæja...þarf víst að vinna í sturtunni á morgun...besta að vera hress þar....
until next.
Helga og brunarústin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 22:35
Áfram áfram áfram bílstjórinn
Ég var að dressa mig í íþróttagallann og var á leið í blakið þegar ég kem fram af baðinu og mæti þar Stefáni og hann segir við mig afar rólega (eins og honum er lagið) að það hafi verið keyrt á Söndru Dís . Ég leit á hann eitt augnablik og hann sýndi engin svipbrigði og vonaðist til að hann hafi e-ð mismælt sig eða ég hafi ekki heyrt rétt en þá heyri ég í rödd fram á gangi af einhverjum ókunnugum. Ég stekk af stað fram á gang til að athuga þetta nánar með Stefán á hælunum og sá þar Söndru Dís hágrátandi og eldri konu með henni sem var að brotna saman líka. Ég vissi ekki hverju ég átti von á en konu greyjið muldraði að það þyrfti að fara með barnið á spítalann og láta athuga hana svo komu orðin í belg og biðu út úr konunni og hún var alveg að fá tauga áfall. Ég varð alveg ringluð yfir því hvað var að gerast og vonaðist til að þetta væri e-ð grín þó þetta væri lélegt grín. Stefán reyndi að róa konuna sem var mikið niðri fyrir og ég reyndi að ná tala af Söndru Dís sem hágrét. Ég vissi aldrei hvort hún var að gráta af sársauka eða hvort hún var að gráta yfir því að hafa fengið bíl næstum yfir sig.
Þegar allir voru svona orðnir þokkalega rólegir sagðist konan hafa séð Dísina allt of seint og Sandra Dís sagðist ekki hafa séð bílinn . Þær voru báðar mjög heppnar, konan að hafa séð hana í tæka tíð og Sandra Dís að hafa bara fengið dekkið utan í sig en ekki yfir sig. Eins talaði hún um að lýsingin á gangbrautinni væri fyrir neðan allar hellur. Ég vissi það að það var alveg rétt.
Ég fékk svona sjokkið eftir á en konu ræfillinn hágrét á leiðinni út og þakkaði Guði fyrir að ekki fór verr. Ég er svo hjartanlega sammála því að ég þakka fyrir að ekki fór verr. Nú ætla ég að senda fyrirspurn á Álftaneshrepp um hvort ekki megi bæta lýsinguna á gangbrautum bæjarins.
kveðja
Helga....enn í nettu sjokki....þrátt fyrir að meiðslin séu minniháttar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 17:06
Ég lonníetturnar lét á nefið svo lesið gæti ég frá þér bréfið
það er ótrúlegt hvað lífið getur verið grimmt.
Sumir fara í gegnum lífið án teljandi vandræða, fá ekki svo mikið sem stöðumælasekt og svo koma aðrir sem gera ekkert annað en að fá hvert áfallið á fætur öðru. Ég stend föst í þeirri meiningu að það er ekki til vandamál, aðeins verkefni til að leysa.
Það er ósköp eðlilegt að fullorðið fólk veikist. Séstaklega þegar það er komið "á aldur" en ég hef aldrei geta skilið þegar börn þurfa að veikjast alvarlega. Ég geri mér grein fyrir því að við veljum ekki hverjir veikjast og hverjir ekki og ef maður hefði valið myndi maður kjósa að engin börn þyrftu að veikjast. Sumir segja "hvers vegna ÉG" en ég vil snúa því niður og segja "afþví að það er ég, þá þarf ég aðstoð". Hvort sem þessi aðstoð kemur úr lifanda lífi eða einhverstaðar annarstaðar.
Ég las það á bloggsíðu hjá fólki fyrir ekki löngu síðan að það ætti barn sem greint hefði verið með krabbamein. Í byrjun leit þetta "eðlilega" út (ef eðlilegt skal kallast) en svo komust þau að raun um annað. Lítið er hægt að gera fyrir þetta litla grey og verður maður svo leiður og svo reiður í senn að maður veit ekki hvort maður er að koma eða fara . Þetta fólk er svo heppið að eiga góða að sem hjálpa þeim í gegnum þessa erfiðleika. Þó svo að ekki sé hægt að taka frá þeim sorgina eða staðreyndina um framtíð stelpuna þeirra þá er styrkurinn falinn í því að taka utan um þau, hugga og vera góður hlustandi.
Það á að halda styrktartónleika fyrir þessa litlu hetju í kvöld og vil ég endilega koma því á framfæri hér og nú. Það er hægt að lesa betur til um þessa styrktartónleika hér http://aslaugosk.bloggar.is/blogg/111405/ Það koma margir þekktir fram og ætla þeir ALLIR að gefa vinnu sína og tíma. Allur aðgangseyrir rennur óskertur til Þuríðar litlu. Mér finnst það alveg nauðsynlegt að foreldrarnir geti verið með litlu stelpunni sinni og gert e-ð fyrir hana og með henni þennan tíma sem hún á eftir hér á jörð. Þetta er gott og verðugt málefni þar sem okkar yndislega Ríki gerir ekki ráð fyrir því að fólk eignist börn, hvað þá langveik börn
Now I have made my point clear.
until next.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 17:16
mig dreymdi eitt sinn draum....
Ótrúlega skrítið hvað sumt heltekur mann . Mig dreymdi draum og hann er algjörlega fastur í huga mér. Mig langar rosalega að fá ráðningu á hann (bara ef hann er á jákvæðum nótum )
Mig dreymdi að ég hefði verið ófrísk. Ég átti ekki langt eftir og var eiginlega farin að bíða eftir fæðingunni. Ég var orðin grönn þarna og var semsagt á steyprinum þarna á þessum tímapunkti. Aðeins einn galli....þetta voru tvö börn . Ég man eftir því í draumnum að ég ætlaði mér ekki að verða ófrísk (frekar en vakandi) en það skrítna við þetta allt var að það sá lítið sem ekkert á mér! Ég þreifaði á bumbunni og fann alveg móta fyrir tveimur líkömum og allt það og fann þá á þeim tímapunkti að þetta yrðu ekki mjög stór börn. Ég fann fyrir hríðunum og vissi að þetta var allt að koma. Ég hef greinilega ekki farið í fæðingu heldur farið í einhvern skurð þar sem ég vakna og fann að börnin voru horfin og mér var sýnd leiðin að börnunum. Ég átti von á að þau væru í öndunarvél eða einhverju en þegar ég kem þá lágu þau í einu og sömu vöggunni. Pínu lítil og hárprúð dama og svo stærri strákur. Mig minnir að daman hafi verið rétt um kílóið kannski rúmlega þar sem hún var svo stálpuð en strákurinn var einhverjar 11 merkur. Hann var ekki með mikið hár og voru þau alveg eins og svart og hvítt. Ég dáðist að börnunum en gætti þess að snerta þau ekki, fannst þau svo brothætt eitthvað . Fljótlega hef ég vaknað en ég man ekki meira úr þessum draumi.
Ef e-r er góður að ráða í svona má sá hinn sami senda mér línu .
kveðja
Helga draumfari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2006 | 18:14
nú er úti veður vont, verður allt að klessu!
ég held að það sé akkúrat málið . Það hefur ekki verið hundi út sigandi þetta veður sem hefur verið að ganga yfir landið. Það var svo slæmt að maður átti í fullu fangi við að reyna að halda sér sofandi í nótt .
Sigga og Svanur boðuðu svo komu sína e-ð um 11 í morgun sem var alveg í lagi ef klukkan hefði ekki verið 10:55 . Ekki það að við vorum alveg vöknuð og allt það.....maður var bara í kósý fílíng og var bara á náttfötunum og krakkarnir ógreiddir enn að horfa á sjónvarpið. Maður skellti sér í föt og bjó um og greiddi liðinu á met tíma . Þegar þau voru farin laumuðum við Stefán okkur aftur upp í rúm að hvíla okkur smá . meira hvað maður getur sofið. en það er ótrúlega gott að gleyma sér við og við. Svo kom Sunna litla og ég fékk hana til að lána mér flísteppið sitt og hún hljóp af stað inn í herbergið, kom með teppið og böggaðist við að reyna að breiða því yfir mann. Svo mikil elska.
Í gær fór ég með Stefáni í Perlu-markaðinn. Ég fór þangað sjálf á fimmtudaginn og verslaði fyrir litlar 30.000kr . Reyndar keypti ég góða uppháa Puma skó á Söndru Dís og svo Bleika Puma skó á mig og svo keypti ég líka fótbolta takkaskó á Söndru Dís líka (Puma) og svo fullt af nærfatnaði á stelpurnar. Ég gerði góð kaup og allt það en ætlaði mér ekki að eyða svona miklum pening . Svo fór ég með Stefáni á laugardeginum eftir vinnuna í Sturtu og þá keyptum við okkur svona djús-vél. Auðvitað prufaði maður þetta hægri vinstri og þetta er stór-sniðug græja en mikið óskaplega er leiðinlegt að þrífa hana . Þetta kemst kannski í vana....vona það allavega. Ég hefði gjarnan vilja komast hjá því að þetta endaði í geymslunni eftir mánuð eða svo .
jæja..until next
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 23:16
Ég ætla að punta, punta, punta. Gera mig fína, fína, fína
ótrúlegt hvað maður getur misst sig yfir smáatriðum . Ég er að vinna heimasíðu fyrir verkefni í skólanum og við erum fjögur saman. Svo vill maður hafa þetta þokkalega vel unnið og svoleiðs og þegar maður byrjar, þá missir maður sig í öllum smáatriðunum sem verða á vegi manns ....og þau eru ekki fá .
fylgstu með slóðinni http://nemendur.ru.is/helgal og það ætti að poppa upp hvað og hverju þessi síða. Þá ætti þessi "bleika" að detta út enda var hún orðin að lélegum brandara .
Ég náði Gunnari tölvukennara sem kenndi mér tölvutæknina og forritunina á síðustu önn og fór að spyrja hann út í það hverni stæði á því að það væru allir í þessum áfanga hjá honum núna vissu nákvæmlega allt um "bleiku heimasíðuna" (en það er síðan sem ég gerði á síðustu önn) og aumingja maðurinn missti skottið á milli lappanna sinna og reyndi allt hvað hann gat að afsaka sig með því að segja að síðan væri á opnum vef og jagedíjagedíjag . Kall ræfillinn hefur verið að nota síðuna mína sem "kennslu efni" fyrir hópinn sem er núna . Þannig að það eru ansi margir sem þekkja "bleiku síðuna".
Helga bleika farin að fá sér bjútíblund
Bloggar | Breytt 2.11.2006 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín