Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
4.7.2007 | 20:03
líkaminn gerir þetta bara
Ég vakti litla dýrið mitt í morgun. Hún var mjög þreytt og vildi kúra aðeins lengur. Ég lít í kringum mig í herberginu hennar og sá þar sem allir hennar 12 fermetrar voru þaktir dóti. Ég spyr hana afhverju í ósköpunum allt þetta drasl væri út um allt. Hún var fljót að svara því að draslið væri til þess gert svo hún gæti leikið sér að öllu dótinu sínu.
Mér fannst þetta mjög skrítið svar og sagði við hana að það þyrfti ekki að hafa samt allt í drasli þó svo maður ætli að leika með dótið sitt. Hún gaf sér 10 sek í umhugsunarfrest og sagði svo: "sko, líkaminn minn gerir þetta bara"!
Ég varð náttúrulega hneyksluð yfir þessari fimm ára dömu og sagði henni að þá yrði það verkefni dagsins í dag eftir heimkomuna úr leikskólanum að taka til. Hún svaraði undir eins: "Æji mamma, það tekur því ekki, líkaminn minn mundi bara drasla strax út aftur"
Hvernig í ÓSKÖPUNUM á maður að tækla svona svör???
Eftir heimkomuna í dag fór hún til Söndru Dísar og plottaði hana til að aðstoða sig við tiltektina gegn "framlagi" hennar til einhvers verks í hennar þágu. Með það fór hún með systir sína inn að taka til í herberginu. Eftir nokkrar mínútur voru þær komnar fram og fengu leyfi að fara út að hjóla saman. Það var kaupið sem Sandra Dís fékk frá litlu systur sinni fyrir hjálpina
Þetta myndi ég kalla samningamanneskju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 08:29
lang flottastur
.....að eigin mati!!
Ég hef sjaldan.....eða bara aldrei heyrt mann hæla sjálfum sér eins mikið og hann gerir. Honum finnst hann vera mesta kyntröll Íslands....og jafnvel víðar.
Sitt sýnist hverjum og sem BETUR FER hafa ekki allir sama smekkinn
![]() |
Geir Ólafs hafnar ásökunum um falsað bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 08:22
Garðræktin


![]() |
Keyrði inn í garð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 10:08
sloppin

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 09:14
Nett taugaáfall núna takk!!
Ég sendi Rósu sms í morgun (fyrir venjulegan vinnutíma) en hún fór heim til Ísafjarðar í gær uppúr kaffileytið. Ekkert svar hef ég fengið frá henni ennþá en ég var alveg róleg.
Stefán hringir svo í mig í morgun og spyr hvort ég hafi heyrt í Rósu. Nei, ekki hef ég heyrt frá henni því hún hefur ekki enn svarað sms-inu mínu! Þá segir hann að jeppi hafi farið útaf í Önundarfirði Ég fékk nett sjokk þar sem hún er á jeppa og var á þessum slóðum á þessum sama tíma í gær. Ég reyndi að hringja í hana en hún svarar ekki símanum sínum
. Nú verð ég ekki róleg fyrr en ég heyri frá henni
Ég veit að hún var með barnabörnin sín tvö í bílnum en ég veit ekki hvað voru margir til viðbótar með henni eða hvort þau enduðu bara 4 í bíl
![]() |
Sluppu vel úr bílveltu í Önundarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 09:04
Ættarmót stórfjölskyldunnar
Við fórum á ættarmót í Lindartungu nú um helgina. Margt var um manninn eins og búast mátti við. Mikið af tónlistarfólki er í ættinni og var ótrúlega gaman að sitja og hlusta á liðið búa til heila stórhljómsveit upp á sviði. Það var píanó á staðnum og svo komu nokkrir með gítar og einn með hljómborð. Skellt var upp þessi líka fína hljómsveit.
Á laugardagskvöldinu var svo sameiginlegt grill og skemmtu allir sér konunglega. Við fengum herbergi í kjallaranum í húsinu sem var fínt, aðeins einn galli.....við vorum kannski ekki alveg endilega EIN í herberginu....það voru ca 300 járnsmiðir sem vildu endilega deila herbergi!!
Allt var komið í ró í húsinu um kl 2 um nóttina. Við fórum þá bara að sofa sem var fínt. Margir voru í tjöldum úti og heyrðum við að þar héldu sumir áfram að djúsa. Við gamla fólkið sem ekki treystum okkur til að djúsa fórum bara að sofa
klukkan 3 hrekk ég upp og Stefán líka þar sem óprúttnir krakkar laumuðu sér inn í húsið og byrjuðu að BERJA á píanóinu. Ef þetta hefði verið músík hefðu þetta verið í lagi...en þetta var ekki MÚSÍK...bara skemmtun að berja á nóturnar!!! ARGH...þetta stóð í ca 30 mín en þá var einhver fullorðinn sem stoppaði leikinn. Við Stefán og járnsmiðirnir 300 gátum þá farið að sofa aftur
Í hádeginu á sunnudeginum var svo grillað bæði kjöt og pylsur. Rósa sá að sjálfsögðu um áð fóðra sitt fólk (and we are included) svo allir fór saddir og sælir heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín