Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
12.11.2008 | 20:44
Ertu þreytt/ur á snúrunum við sjónvarpið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 19:36
Vel alinn eiginmaður
Ég get með stolti sagt að minn maður sé mjög vel alinn. Hann er svo ljúfur þessi elska að hann drattast með mér á allra handa viðburði, hvort sem þeir eru taldir kvenlegir eða ekki. Hann hefur að vísu ekki enn komið með mér á konukvöld
Á laugardagskvöldið fórum við saman á ABBA show-ið sem var haldið í Vodafone höllinni. Við ætluðum að mæta vel tímanlega svo við fórum af stað rétt um átta þar sem þetta átt að byrja kl 9.
Þegar við vorum komin upp á Bústaðabrúnna, þyngdist umferðin töluvert og á fyrstu ljósunum áttuðum við okkur á því að umferðin sat föst! Við komumst hægt áfram en það tók okkur um 30 mínútur að fara ca 1.5km (svo hratt gekk þetta)
Þegar við vorum komin inn í höllina var klukkan orðin 8:40 og ekki svo mikið sem EITT sæti eftir! Fólk var farið að hrúga sér á gólfið og allstaðar var fólk. Við fundum lítið gat á tjaldi, hinum enda salarins en samt beint á móti sviðinu og ákváðum við að vera þar. Við sæjum allavega eitthvað.
Sitthvoru megin við sviðið var hinsvegar "stórt" tjald með mynd af sviðinu. Ég horfið vantrúuð á tjöldin tvö því myndin á tjöldunum var minni heldur en það sem maður sá "a live", með öðrum orðum var myndin ca 1/5 af sviðinu sem þýðir að þetta þjónaði engum tilgangi!
Við stóðum upp á endann í rúma 3 tíma án þess að geta hreyft okkur svo fæturnir voru ansi lúnir þegar heim var komið. Ekki skánaði það þegar maður vaknaði morguninn eftir, það var eins og maður stigi á þyrna!
Í gær færðu systurnar pabba sínum blóm í tilefni feðradagsins. Ég er svo klikkuð að ég varð að velja "myndhæft blóm" svo ég gæti tekið myndir mér til ánægju. Þetta varð fyrir valinu. Blómið er svona fagur blátt. Ekki breytt neinu.
Bloggar | Breytt 12.11.2008 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín