. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Dellukerlingin mín mikla

Ég á dóttur sem telst undir þann flokk þjóðfélagsins að vera mjög sérstök. Hún á sína góðu hliðar og slæmu eins og svo margir aðrir. Þessi sérlundaða dóttir mín sem mér þykir svo undur vænt um hefur þá sérstöðu að þegar hún fær áhuga á einhverju þá tekur hún því með trompi og gjörsamlega missir sig í því að afla sér upplýsinga um eitthvað ef það er sú della sem heltekur hana þann daginn/vikuna/mánuðinn. Sama má segja um ef hún fær áhuga á einhverju lestrarefni, þá hættir hún ekki fyrr en allar bækurnar í sama flokki hafa verið lesnar. Þetta flokkast víst undir nokkurskonar einhverfu.

Í sumar fékk hún þá flugu í höfuðið að Ísfólkið gæti verið skemmtilegt til aflestrar og byrjaði hún á einni bók sem henni líkaði svo mjög að allar 47 bækurnar lágu í valnum á nokkrum vikum.

Eins má segja það sama um námsefnið í skólanum. Ef eitthvað heillar þá lærir hún það svo 100% að kennarinn hefur ekki roð í hana. Samanber var verið að kenna Gíslasögu og goðafræði og hún fékk svo mikinn áhuga fyrir þessu sem hún svo deildi með okkur heimilisfólkinu (hvort sem við vildum eða ekki) að hún gat þulið þessar bækur afturábak og áfram og sagt nákvæmlega hver var með hverjum hvernig og hvers vegna viðkomandi var drepinn að hún fékk 10 í prófinu. Kennarinn hafði orð á því að hann hafi aldrei geta gefið 10 í þessu prófi áður.

Svo var komið að krakkarnir eru að læra um löndin og menningu landanna. Mín dama fékk skyndilegan svo mikinn áhuga á Kína að hún saug allt upp sem við kemur Kína og þeirra lifnaðarháttum. Gekk á eftir mér hvert sem ég fór með nýjar upplýsingar um Kína og ef ég þurfti að bregða mér á salernið þá lá hún í kverkinni og hélt áfram að veita mér upplýsingarnar hvort sem mér líkaði betur eða verr (stundum jaðraði við hægðartregðu). Ég fór inn í þvottahús að brjóta saman og þangað elti hún mig til að halda áfram yfirlestrinum, síminn hringdi og enn malaði hún í bakgrunninum. Allt um veðurfarið, fjallgarðana, Monsoon-vindana og hvað eina var þulið upp á meðan ég spjallaði við viðkomandi einstakling í símann.

Stundum getur þetta verið þreytandi og þá borgar sig nú samt ekki að segja neitt við hana en stundum fæ ég alveg nóg og segi bara: "Já, fínt". Yfirleitt áttar hún sig á tóninum....eða hvort það er bara að orðið "Já, fínt" er komið inn í hennar orðabók sem þýðir að nú sé komið nóg. Þá skundar hún inn í herbergi og þar heyri ég hana halda áfram að þylja yfir Snoopy (naggísinum) allt um vötnin í Kína og hversu margir búa þar, flatarmál landsins og svo þar frameftir götunum. Ég hristi bara hausinn og hlæ í hljóði. Hún er jú náttúrulega bara yndisleg þrátt fyrir sína galla.

Í skólanum átti svo að hafa próf um tvö lönd og þau sem voru fyrir valinu þann prófdaginn var Indland og Kína (hún heppin). Eitthvað síaðist samt ekki alveg inn INDLAND því Kína var einfaldlega málið. Ég krossaði fingurnar um að Kína yrði aðalefnið í prófinu því þá fengi hún flotta einkunn.

Við matarborðið spurði ég svo dömuna út í prófið sem var þá um morguninn og vonaðist eftir stuttu svari (sem ég vissi að það voru engar líkur á) og þá romsaði hún upp að prófið snérist nánast eingöngu um Indland. Ein spurning var um Kína og ein um Monsoon vindana (sem hún lukkulega var með á heilanum líka). Viðurkenndi að Indlandsspurningarnar voru ekki eitthvað sem hún gat svarað en sagði jafnframt hreykin að hún hefði sko geta svarað þessari EINU Kínaspurningu og svo Monsoon spurningunni.

Ég hugsaði með mér að daman hefur þá bara fengið 1-2 á prófinu. Ekki óalgengt hjá henni (nema þegar hún fær "delluna") að fá ekki hærri einkunnir.

Í kvöld við matarborðið sagði hún svo hreykin við mig að hún hafi fengið 8.5 á prófinu. Ég gapti og spurði hvernig í ósköpunum hún hefði náð því. Hún var fljót að svara.

"Monsoonvindaspurningin gilti 40% og ég fékk 40% fyrir hana því ég gat lýst ferlinu frá a-ö og svo gilti Kínaspurningin 30% því hún var í nokkrum þáttum og þar á meðal hvaða fjallgarðar umlykja Kína og svo mundi ég eftir hvað Indland var stórt í flatarmáli og hvað margir búa á Indlandi"

Enn og aftur kemur þetta barn mér á óvart. Shocking


Öll heimsins bílastæði fyrir fatlaða í Kringlunni

Ég og Sunna litla fórum til Ömmu og afa á Hrafnistu með því hugarfari að fara með þau út og leyfa þeim að sjá og upplifa jólaljósin. Bauð þeim með okkur í Kringluna að labba um og skoða mannlífið og flóruna sem þar er. Þau voru afskaplega ánægð með að fá að komast aðeins út.

Hjólastólnum hans afa var troðið í skottið, fatla-merkið sett í gluggann til að geta lagt bílnum í fatla-stæði því ekki gengur upp að fara með bílinn í venjulegt stæði og reyna að veiða gamla manninn út úr bílnum og í stólinn!!! og ekki síst ég með mitt bak og mína öxl...nei...held ekki.

Skunduðum sem leið lá í Kringluna og brosið af þeim gömlu fór aldrei af. Svo ánægð að losna út af elliheimilinu.

Þegar við komum í Kringluna sá ég skilti þar sem stóð laust og ákvað að veðja á það plan. Ekki gengur heldur að rúnta með hjólastólinn í snjó svo ég forðaðist að fara á efra planið. Ég uppgötvaði það að annað hvort eru örfá fatlastæði í Kringlunni eða þau eru fjölmörg en bara öll upptekin! Ég vildi nú ekki gefa mig svo auðveldlega svo ég ákvað að rúnta um á ÖLL plönin og allt kom fyrir ekkert. Eitt og eitt stæði var laust en þá þurfti ég að troða mér inn í þau og það var bara því miður ekki að ganga upp. Ég var orðin gröm á að finna stæði en endaði á að finna tvö samliggjandi stæði á neðri bílakjallara en þar var sá gallinn og ástæðan fyrir því að þau voru ekki farin var einfaldlega að þar var djúpur POLLUR!!!! Dísess hvað ég varð pirruð yfir þessu. Endaði nú SAMT sem áður á að leggja þarna og vaða fja(/&%$ pollinn. Kom þeim gamla fyrir í stólnum og vorkenndi ömmu að þurfa að skíta út fínu skóna sína í þessum ljóta polli.

Í pirringskastinu mínu ákvað ég að skoða hvort allir þessir fötluðu bílar væru með merki sem sýndi það og sannaði þeirra veru í þessum tilteknu stæðum. Veistu....þetta kom kannski ekki á óvart...en vissulega kom þetta SAMT á óvart að það var kannski ekki nema 15-20% þessara bíla "löglegir"

Ég hef ALDREI....sagt og skrifað ALDREI lagst svo lágt að leggja í fatla-stæði og ekki vera með erindið í það. Einu sinni lagði ég í fatla stæði án merkis og var ég með svo mikið samviskubit yfir því að ég hélt ég myndi deyja yfir því. Samt var ég "lögleg" að því leitinu til að ég var með afa í hjólastólnum.

Ég vil hvetja ALLA þá sem leggja í þessi stæði án þess að þurfa þess að breyta því hið snarasta og finna sér stæði örlítið lengra frá. Það kostar ekkert og jafnvel bætir það bara heilsuna að labba örlítið því það er jú löngu sannað að við notum bílinn allt of mikið.

Hætt að tuða....ætla að REYNA að láta þetta ekki fara svona í skapið á mér....en það gengur erfiðlega!!!

Afi var svo sáttur við lífið og tilveruna að hann lék á alls oddi. Gantaðist við alla þá sem gengu framhjá hvort sem það voru stórir sem smáir. Flestir tóku þessu gríni hans vel. Það er ekki slæmt að vera kominn langt á áttræðisaldur og vera með húmorinn í lagi.

Auðvitað varð afi svo svangur og heimtaði lambasteik. Það voru góð ráð dýr að finna svoleiðis munað í Kringlunni. Enduðum inn á Café Blu þar sem var ótrúlega vel tekið á móti okkur og þjónustan til fyrirmyndar. Þar pöntuðum við okkur frábæran mat á bara mjög sanngjörnu verði. Hef aldrei borðað þarna áður en ég er sannfærð um það að þarna fer ég aftur.

Gömlu hjónin fóru södd og al-sæl heim á Hrafnistu og meira að segja afi búinn að kaupa æðislega jólagjöf handa ömmu. Lofaði þeim að ég kæmi fljótlega aftur og tæki þau í annan bíltúr fljótlega.

Það gefur lífinu lit að geta glatt aðra.


Verndarengillinn

Ákvað að fara út í aðra sálma með mínar myndatökur. Stóra vélin mín fór í hreinsun svo ég varð eirðarlaus yfir því að vera myndavélalaus svo ég hætti ekki fyrr en ég fann gömlu gömlu vélina mína sem er orðin 6 ára gömul. Fiktaði pínulítið í henni og tók svo þessa mynd.

Ég er ekkert búin að eiga við hana svo hún er nánast beint úr minni eld-gömlu digital vél (heilir 3m pixla)Joyful

engill

« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband