. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

og þarna vann ég um tíma

Já, ég vann hjá þessari ágætu verkfræðistofu um tíma á námsárunum mínum. Get ekki annað sagt en að þarna var mjög gott að vera, góður starfsandi og ekki síður gott fólk sem þarna vann. Hugurinn leitar oft enn á slóðir Vektors þegar ég rifja upp gamla tíma.

Það sem mér finnst er að Vektor menn hafa haft gott nef fyrir góðu starfsfólki, gæti verið erfitt að kyngja því að missa góða starfsmenn frá sér sökum samdráttar.

Vonandi fá þeir sem fengu sparkið gott meðmælabréf frá þeim félögum í Vektor. FootinMouth


mbl.is Vektor segir upp þriðjungi starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt blóð

Nú þarf hann bara að sanna sig í starfi. Vona svo sannarlega að hann geri það, allra vegna.
mbl.is Hreinn nýr vegamálastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fikt....

Það er svo gaman í skólanum. Læri svo margt skemmtilegt...

Þó svo að þessar myndir séu allt að því aðskildar námsefninu...leyfi ég þeim samt að flakka. Joyful

poster2

 

poster

 

magazine

 

calendar-mai

 


jæks....

ég hefði nú látið franskar og kók fylgja...svona í KAUPBÆTI!!! Pinch
mbl.is Hamborgari á 12.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaselín kemur að góðum notum....oft!

Í síðustu læknisheimsókninni minni bað læknirinn minn mig um að fara í MRI sem er segulómun. Hann vildi fá mynd af hálsi og eitthvað niður bakið. Þetta fannst mér ekkert tiltöku mál og jánkaði þessu möglunarlaust. Það er hringt í mig og ég boðuð í skoðun. Tveimur dögum áður en segulómunin átti að fara fram var hringt í mig. Konan sem ræddi við mig í símann spurði mig hvort ég væri með innilokunarkennd. Ég gat ekki annað en jánkað því, það versta sem ég veit um er að vera föst í einhverju eða lokuð inni. Á til dæmis mjög erfitt með að fara í tívolítæki sem maður er njörvaður niður í. Konan í símanum vildi mæla með því að ég fengi þá róandi lyf eða kæruleysislyf áður en ég færi í græjuna. Mér fannst það út í hött!! Hélt að ég gæti nú harkað eina mynd af eða svo. Með það kvaddi ég konuna og hló með sjálfri mér að ég ætti ekki annað eftir, hörkutólið ég en að taka lyf fyrir SMÁ myndatöku!!

Ég nefndi þetta við Stefán og hló að þessari vitleysu en þá leit hann á mig og sagði að pabbi sinn hefði farið í svona út af bakinu og fundist þetta bara ekkert sniðugt tæki!! Þá fölnaði ég, ég hörkutólið er ekki eins mikið hörkutól og tengdafaðir minn og ef honum hafi ekki fundist þetta sniðugt....hvað var ég þá að fara út í???? W00t

Með magabólgur, magasár, kvíðaverk, lömunarveiki í fótum mætti ég á svæðið til að fara í myndatökuna. Ég gerði allt hvað ég gat til þess að róa sjálfan mig niður og sannfæra mig um að þetta verði "pís of keik". Mér var tjáð um það að ef allt gengi að óskum myndi þetta ekki taka nema 15 mínútur inn í tækinu. Með æluna í hálsinum gekk ég inn með konunni sem bað mig um að leggjast á bekkinn. Minnti mig á það að ég yrði að vera kyrr til að þetta tækist. Þá myndi þetta taka snöggt af. Þegar ég leit í kringum mig sá ég þetta risa ferlíki með PÍNULÍTIÐ gat í miðjunni....þar átti að troða mér!! W00t 

Ég fékk heyrnatól með Gufuna stillta og með það var byrjað að rúlla mér inn í tækið. Ég telst seint til að vera anorexíu sjúklingur svo axlirnar drógust með veggnum á tækinu, ég varð að lyfta höndunum og draga þær að mér til að komast fyrir. Hugsaði með mér að það ætti bara eftir að smyrja mig með Vaselíni til að ég rynni betur inn í tækið. Mér hafði verið afhentur "neyðarpungur" sem mér var skipað að ýta á ef eitthvað væri að.

Ekki leið á löngu þar til heyrðust mikil óhljóð í tækinu. Ég barðist við að hafa lokuð augun því í hvert skipti sem ég opnaði þau, sá ég "vegginn" fyrir ofan mig sem að mér virtist koma nær og nær eftir því oftar sem ég opnaði augun.

Eftir smá stund fann ég að hjartaði byrjaði að hamast. Áttaði ég mig á því að ég var farin að espa mig upp í það að ég væri föst þarna inni og tækið myndi bila með þeim afleiðingum að ég kæmist hvorki lönd né strönd. Ég varð að taka á öllu mínu til að bægja þeim hugsunum frá mér. Ekki tók betra við, astminn fór að gera vart við sig og smátt og smátt fann ég að það varð erfiðara að anda með hverri sekúndu sem leið. Mér fannst ég vera að kafna og um það bil í sama mund og ég er að fara að þrýsta á neyðarhnappinn, slokknaði á maskínuninni og ég dregin úr prísundinni.

Hét sjálfri mér því að ég skyldi ekki fara í svona græju aftur!! Shocking


næs lángveitz

Spurning um tungumál í þessu bréfi....

Það  er algjör óþarfi að vera með svona sóðakjaft til þessara einstaklinga. Þetta er full langt gengið. Hinsvegar myndi ég mæla sterklega með Púka þegar verið er að senda bréf frá sér, annars gæti þetta litið svo út að greindarvísitalan væri eitthvað slök!!

Hún hlýtur að vera í lægri kantinum samt hjá þeim sem senda svona sóðapósta frá sér. Allavega hægt að umorða póstinn betur!!

Annars fannst mér aldrei þessu vant Björn Bjarnason standa sig ágætlega í þessu máli, svona í ljósi þess sem á undan hefur gengið.

 


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Letidagur"

Í dag er skipulagsdagur í leikskólanum svo ég ákvað að vera heima með litla skottinu. Dró Viktoríu snemma fram úr rúminu, bað hana um að koma með mér áður en skólinn byrjaði til að velja sér ný gleraugu. Þurfti svo aðeins að koma við í vinnunni...sem endaði að sjálfsögðu með því að ég varð að setjast niður að teikna svolítið fyrir smiðina áður en ég gat farið heim aftur. Það var alveg í lagi, kláraði það bara og kvaddi svo.

Ég ætlaði nú ekki að gera neitt rosalega mikið í dag annað en að reyna að rifja upp í skólabókunum mínum aðeins. Hraðinn í þessu námi er svo svakalegur að manni finnst eins og maður sé í frjálsu falli og ráði ekki við neitt. Hinsvegar finnst mér þetta svakalega skemmtilegt og hef lært rosalega mikið og á eftir að læra enn meira.

Ég ákvað að prufa mig aðeins áfram í því sem ég var að læra svo ég dró litla skottið mitt út á gras til að taka myndir. Skellti í Photoshop og notaði til þess gerða "maska" til að draga fram það sem ég vildi fá.

Afraksturinn er þessi. endilega kommentið og segið mér hvernig ykkur finnst þessar myndir. Woundering

 

Sunna 1

Helga og skartið

Það er ekki ofsögum sagt að manni sé líkt við Krumma...þennan svarta sem má ekki sjá neitt sem glitrar.

Ég er nebbilega þannig...

Sá hreint út sagt rosalega hring sem mig langaði svooo í...og hvað gerir maður þegar manni langar eitthvað svakalega í eitthvað flott??

  1. sannfærir sjálfan sig um að þetta sé flott og þess virði að reyna að eignast
  2. sannfærir sjálfan sig um að þetta sé jú flott en hafi allt annað við peninginn að gera en að eyða honum út í buskann
  3. reynir að fara milliveginn á nr. 1 og 2
  4. tekur afstöðu á nr. 1 eða 2 þar sem þessi millivegur er gjörsamlega ófær.
  5. þar sem nr. 1 hefur ca 90% gildi og nr. 2 ekki nema 10% gildi, þá hlaut afstaðan að vera skýr svo þá er bara að skunda af stað og versla viðkomandi glingur!!

 

Þannig fór sú saga og ég eignaðist þennan líka svakalega flotta hring. Cool

Safír og gull

Verð: NO COMMENT Whistling


Púkinn ég

Þó svo að ég eigi að teljast vera á "fertugs aldri" er langur vegur frá því að ég láti af púkaskap og skemmtilegheitum. Pinch Eitt púkakastið tók ég út á minni elskulegu dóttur, Viktoríu. Whistling

Þessi elska er ansi þung á morgnana en á fimmtudagsmorgun vaknaði hún ótrúlega hress og klæddi sig án þess að ég hefði þurft að hafa mikil afskipti af henni. Hún var meira að segja svo hress að fatavalið var dálítið skrautlegt og þegar eftir því var haft seinna um daginn sagði hún að hún hefði vaknaði svo hress um morguninn að hún hafi séð regnboga. Þetta fannst mér bráð-smellið en daman var í fjólubláum gallabuxum, grænum stuttermabol og appelsínugulum hlýrabol innanundir sem laumaði sér undan stuttermabolnum. Sokkarnir voru hvítir og skórnir voru svartir og hvítir röndóttir.

Á föstudagsmorgninum ákvað ég að leyfa púkanum í mér að vera með og ég opnaði inn til hennar og söng hátt og snjallt: "ÉG SÉ REGNBOGA....ÉG SÉ REGNBOGA....JÁÁÁ...ÉG SÉ REGNBOGA" Minni dömu fannst þetta ekki fyndið svona í morgunsárið...enda löngu búin að gleyma regnboganum sem hún sá daginn áður!! Hún hvæsti á mig að henni finnist þetta bara akkúrat ekkert fyndið og neiti að vakna nema ég strjúki á henni vangann eða eitthvað álíka.

Ég ákvað að strjúka fingri á ennið hennar með þeim afleiðingum að hún hvæsti yfir því hvað ég væri vitlaus og dró sængina yfir höfuð án þess þó að opna augun. Nokkrum sekúndum seinna fór sængin af höfðinu, daman snéri sér á hliðina og hélt áfram að hrjóta.

Púkinn ég fór þá inn á bað og opnaði þar skúffuna sem ég geymi alla mína varaliti í og gramsaði þar eftir rauðasta varalitnum sem ég MÖGULEGA fann í skúffunni, skúbbaði eins miklum rauðum varalit á varirnar og hægt var að setja, læddist inn í herbergið þar sem prinsessan svaf værum svefni, létt beygði mig niður og gaf henni REMBINGS koss á kinnina.

Viktoría brosti sínu sæla án þess að opna augun í sekúndu og muldraði hálf kæruleysislega að þetta var akkúrat það sem hún vildi vakna við.

Ég gjörsamlega ANDAÐIST úr hlátri og alltaf hló ég meir og meir eftir því oftar sem ég leit á kossinn á kinninni hennar. Hún snéri sér þá bara á hina og muldraði að hún færi þá að koma á fætur.

Ég fór fram aftur og ekki í minna hláturskasti en áður og gat ekki hætt að hlæja. Sunna litla leit á mig þar sem ég var enn í náttfötunum og búin að mála mig og hristi hausinn, fannst þetta greinilega vera eitthvað skrýtin samsetning hjá móðurinni.

Ekki leið á löngu þar til gólað var inn í herbergi: "MAAAAAAAAMMMMMMAAAAA....ÞETTA VAR EKKI INN Í SAMNINGNUM"

Ég fór inn í herbergi og það eitt gaf mér tilefni til að fá annað hláturskast....LoL

Ekki eru allir sáttir um það hversu fyndið þetta athæfi móðurinnar var....held samt að þessi elsta hafi verið ein á báti hvað varðar ófyndnina. Whistling


Sniðug ljóska

Sneddý ljóska !!!


Ein flott blondína kemur inná skrifstofu banka í Reykjavikog hún þarf að fá bankalán. Hún segist þurfa að fara til suður Evrópu í verslunarferð og verði endilega að fá 50.000 kr.

Starfsmaður bankans segir við hana að bankinn þurfi að hafa einhverskonar tryggingu fyrir láninu. Hún afhendir honum lyklanna að einum alveg splunkunýjum Bens, sem stendur út á bifreiðastæði utan við bankann. Þetta virkar fínt og bankinn samþykkir bílinn sem bankatryggingu að láninu.

 

Bankastarfsmaðurinn og aðrir innan bankans eru virkilega stoltir yfir blondí að hún skuli setja nýjan Bens, að verðmæti 18-millj, sem tryggingu fyrir 50.000 kr.
Starfsmaðurinn keyrir bílinn niður í bílageymslu bankans.

 

Tveimur vikum seinna kemur blondí aftur og borgar sínar 50.000 kr, plús 310 kr í vexti. Bankamaðurinn segir við hana: “við erum virkilega ánægðir með að þú sóttir um lán hjá okkur” En við erum allir pínulítið forvitnir….meðan þú varst í burtu, þá athuguðum við þig, og komust að því, að þú ert margfaldur milljóner. Það sem undrar okkur er, hversvegna, vildirðu 50.000 kr lán???

Blondínan svarar: “Hvar annarstaðar í Reykjavík get ég geymt bílinn minní tvær vikur, fyrir 310 kr”


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband