Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
8.9.2008 | 10:15
Pappírsbrúðkaup
Er það ekki þegar maður á 1.árs brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við Stefán 1. árs brúðkaupsafmæli. Ótrúlegt að heilt ár sé liðið. Það leið bara "kviss bang"
Þennan dag fyrir 11. árum síðan trúlofuðum við okkur líka.
Þennan dag eiga tengdaforeldrar mínir brúðkaupsafmæli. Þau eiga 41.árs afmæli.
Nú er spurning hvort Stefán minn man eftir þessum degi (ætla ekki að minna hann á þetta). Ætla samt að elda eitthvað ótrúlega gott handa okkur og hafa Kósý-kvöld
Hjúskaparafmæli:
1 árs: Pappírsbrúðkaup
2 ára: Bómullarbrúðkaup
3 ára: Leðurbrúðkaup
4 ára: Blóma- og ávaxtabrúðkaup
5 ára: Trébrúðkaup
6 ára: Sykurbrúðkaup
7 ára: Ullarbrúðkaup
8 ára: Bronsbrúðkaup
9 ára: Leirbrúðkaup/pílubrúðkaup
10 ára: Tinbrúðkaup
11 ára: Stálbrúðkaup
12 ára: Silkibrúðkaup
12½ ára: Koparbrúðkaup
13 ára: Knipplingabrúðkaup
14 ára: Fílabeinsbrúðkaup
15 ára: Kristalsbrúðkaup
20 ára: Póstulínsbrúðkaup
25 ára: Silfurbrúðkaup
30 ára: Perlubrúðkaup
35 ára: Kóralbrúðkaup
40 ára: Rúbínbrúðkaup
45 ára: Safírbrúðkaup
50 ára: Gullbrúðkaup
55 ára: Smaragðsbrúðkaup
60 ára: Demantsbrúðkaup
65 ára: Króndemantsbrúðkaup
70 ára: Platínubrúðkaup/járnbrúðkaup
75 ára: Gimsteinabrúðkaup/atómbrúðkaup
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2008 | 11:05
Hinn fullkomni samhljómur
Fór að skoða nýja gosbrunninn á Akureyri sem er á tjörninni við Leirunesti. Þetta er mikil prýði en það er einn galli á honum. Hann er sá að þegar gosbrunnurinn var settur niður, var hann settur örlítið skakkt niður svo bunan er ekki beint upp í loftið heldur örlítið á ská. Þetta fannst mér ekki fallegt á mynd svo ég leysti málið öðruvísi......
Einföld lausn....og bara ekki svo galin
Fyrir þá sem skilja myndatökur, þá er hún tekin á 30 sek, iso 100 og f/22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2008 | 13:34
Söknuður
Söknuður
Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef þú værir hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinað
beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Með þessum laglínum kveð ég ömmu í Sunnuhlíð í hinsta sinn. Hún verður borin til grafar á föstudaginn.
Þessi mynd er tekin 5 dögum fyrir andlát hennar. Yndislegri konu hef ég ekki kynnst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.9.2008 | 10:56
HÆ....ég er Brúsi!
Munið þið ekki eftir honum Brúsa í leitinni að Nemó?
Mér leið eins og Brúsa í gær þegar hann fann lyktina af blóðinu og umturnaðist!!
Ég hef verið í kolvetna-banni, þ.e. ég borða ekki brauð eða neitt sem inniheldur sykur. Ákveðnar tegundir af hrökkbrauði eru einnig á bannlista hjá mér.
Ég vissi að þetta yrði erfitt þar sem mér finnst brauð ótrúlega gott....og ég tala nú ekki um ný-bakað og ilmandi. Einu sinni í viku leyfi ég mér þann munað að fá mér eina brauðsneið. Þegar þessi ákveðni vikudagur rennur upp get ég ekki hugsað mér að setja bara eina tegund af áleggi á brauðið mitt svo ég skipti því niður í 4 parta og set sitt hvort áleggið á hvern partinn.
Í gær ákvað ég að smyrja nesti fyrir yngstu dömuna mína og ég opnaði brauðpokann sem ég hafði keypt fyrr um daginn og upp úr pokanum gaus þessi líka rosalega góða brauðlykt. Ég fann hvernig blóðið þeyttist um æðarnar, nasavængirnir þöndust út, augasteinarnir urðu svartir, andlitið dofnaði af ilminum. Skyndilega rankaði ég við mér þar sem ég hélt á brauðinu og var að setja það upp í mig!
Ég átti í harðri baráttu við sjálfan mig og reyndi allt hvað ég gat til að standast freistinguna. Ég smurði brauðið en ég fann að ef litli púkinn hægramegin á öxlinni hefði verið örlítið sterkari en engillinn á vinstri öxlinni hefði þessi sneið ekki endað í nestisboxinu hjá barninu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín