. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

ómetanleg aðstoð ungu dömunnar....eða leti foreldranna!

Þessi 7. ára á það til að vera alveg ómetanlega hjálpsöm á heimilinu.

Einn fagran sunnudag þá vaknar litla dýrið snemma eins og alltaf. við foreldrarnir erum ekki jafn miklir morgunhanar svo við kúrðum eitthvað frameftir morgni.

um 10 ákváðum við samt að fara á fætur og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum. Þegar við komum fram sat litla skottan í sófanum að horfa á sjónvarpið. Ekkert við það að athuga annað en að hún var óklædd svo við báðum hana um að klæða sig.

Þegar hún kemur fram aftur segir hún voða kæruleysislega við okkur þar sem við sváfum svona lengi ákvað hún að setja í eina vél fyrir okkur!!

Ég áttaði mig ekki á því svona alveg strax hvað barnið sagði en hún hlammaði sér aftur fyrir framann imbann og hélt áfram að horfa á teiknimyndir.

Einhverju síðar fer Stefán inn í þvottahús til að setja í eina vél og rekur þá augun í það að vélin var full af þvotti svo hann grípur úr vélinni og setur í aðra.

Þetta var allt saman gott og gilt....nema að vélin var stillt á suðu!!!

það þarf kannski ekki að minnast á það en nánast allur þvotturinn úr vélinni fór í ruslið, þar á meðal 66°N peysa, Cintamani flísfatnaður, sparikjóll og buxur. W00t

Sunnuskott


Samningaviðræður

1x á ári er svokallað partý í skólanum hjá krökkunum.

Það vill svo "skemmtilega" til að næsta partý...og jafnframt það fyrsta og eina verður haldið á föstudaginn hjá Sunnu. Það er bara einn smá galli, við vorum búin að ákveða að fara norður á fimmtudaginn svo hún þarf að sleppa þessu skólapartýi.

Í morgun hófust samningaviðræður milli mín og Sunnu og hóf Sunna viðræðurnar áður en hún vaknaði. Ég fór inn til hennar og kyssti og knúsaði svo hún myndi vakna og fyrsta orðið var ekki "góðan daginn" eins og alltaf, heldur "mamma, í alvöru, ég VIL fara í partýið"

Sunna: Mamma, gerðu það, ekki fara norður á fimmtudag, farðu frekar eftir skóla á föstudag.

mamma: æji, Sunna mín, við vorum búin að ákveða þetta manstu

Sunna: en mamma, getum við ekki bara tekið flug saman á föstudeginum eftir skóla?

mamma: Sunna mín, það er svo dýrt

Sunna: En ef við förum bara með afa, þá þurfum við ekkert að borga!

Semsagt, ráð undir rifi hverju. Joyful Nú er bara spurning hvort maður reyni ekki að hliðra til fyrir grislinginn. Smile


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband