Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
25.2.2009 | 12:00
Villtar meyjar
Ég er í klúbbi sem nefnist A-klúbbur áhugaljósmyndara. A-ið stendur fyrir þá sem eru atvinnulausir eða atvinnulitlir. Ég flokkast undir það síðarnefnda.
Einu sinni í viku hittumst við og förum yfir stöðuna, skellum okkur í eitthvað smá ferðalag og tökum myndir og setjum svo árangurinn í grúppu sem við erum búin að stofna. Eins hefur þessi hópur þær hugmyndir að gera "vef-blað" í formi heimasíðu og kynna land og þjóð fyrir útlendingum og hafa flottar myndir inná til að fólk geti skoðað og jafnvel verslað.
Í gær fórum við á Vatnsleysu strönd og með mér í bíl var SÓ vinkona. Við fórum aðeins seinna af stað en hinir en við vissum hvert förinni var heitið svo við höfðum ekki áhyggjur.
Þegar við vorum komnar á Vatnsleysuströndina hringdum við í forsprakkann til að fá nánari lýsingu á því hvar hinir voru. Jú, lýsingin var gefin og átti þetta að vera fyrsta beygja til hægri. Við fórum fyrstu beygju til hægri en fundum hvergi hópinn.
Eftir langa mæðu sáum við hvar þeir voru að keyra til baka og náðum þeim. Þeir hlógu heil ósköp af okkur og sögðu okkur vera villtar meyjar...sem hefði verið rosalega fyndið EF við hefðum fengið RÉTTAR LEIÐBEININGAR HVAR ÞEIR VORU!!! Þeir gleymdu bara einum gatnamótum eða svo!!! Svo er því haldið fram að VIÐ séum LJÓSKUR....held ekki.
hér er svo árangurinn minn úr þessari annars ágætu ferð en það er svo meira á flickr síðunni minni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 12:36
Maddama, kelling, fröken, frú
Ég held að litla gerpið mitt sé allt ofantalið!
Á miðvikudaginn var spilavist í skólanum hjá Söndru Dís. Foreldrum var boðið svo ég dró ÓH frænku með mér þar sem Stefán minn fær grænar bólur við tilhugsunina "að spila".
Eftir spilið var tilkynnt að krakkarnir þyrftu ekki að mæta fyrr en kl 9 morguninn eftir.
Á fimmtudagsmorgninum fer ég með litlu skotturnar Sunnu og Fanney vinkonu hennar í skólann. Fanney var með skólatöskuna sína á bakinu og hélt á íþróttatöskunni sinni. kellingin mín hélt á sinni tösku út í bíl og þar spenntu þær sig í belti.
Þegar við vorum komnar fyrir utan skólann þá uppgötvaði Sunna að Sandra Dís var ekki með í bílnum og sagði voða pirruð: "Oooh...er Sandra Dís ekki! Hver á ÞÁ að halda á töskunni minni?"
Ég svaraði henni að Fanney gæti alveg gripið töskuna á meðan hún væri að koma sér út úr bílnum. Fanney tók vel í þá hugmynd og endurtók að hún gæti sko vel hjálpað Sunnu.
Þær klöngrast út úr bílnum og ég sé þar sem Fanney rogaðist með töskuna hennar Sunnu sem var með leikfimistöskunni líka áfasta við og Sunna skoppar út úr bílnum, hæst ánægð með þessa hjálp vinkonu sinnar.
Þær loka bílnum og ég horfði á eftir þeim og trúði ekki mínum eigin augum....Sunna lét vinkonu sína halda á töskunni sinni ALLA LEIÐ INN Í SKÓLANN!!!
Þetta kom svosem ekki á óvart hjá mínu ráðskonurassgati. Ég gat samt ekki annað en brosað út í annað við að sjá mína maddömu strunsa á undan vinkonu sinni og Fanney rogaðist á eftir með 2 skólatöskur af stærri gerðinni (miðað við smáa líkama) og 2 íþróttatöskur. Þetta heitir líklega að hafa ráðskonu með sér!
Í morgun þurfti Stefán minn svo að fara norður til Akureyrar á flutningabíl og bauð Sunnu með sér til Akureyrar að hitta ömmu og afa. Hún var að vonum mjög spennt fyrir því að fara en litla mömmu stelpan á voðalega erfitt með að kveðja mömmu sína. Hún barðist við tárin þegar ég var að kveðja þau í morgun.
Í gær áttaði ég mig á því að ég verð algjörlega EIN þegar þau fara! Stefán og Sunna fara saman, Sandra Dís fer á Samfés ball og kemur ekki heim fyrr en um kl 1 og Viktorían mín er að fara á ball og kemur venjulega ekki fyrr en undir morgun.
Hvað í veröldinni á maður að gera allt í einu orðin "ein í heiminum"?
Hér eru svo myndir af prinsessunni fara með pabba sínum. Eins og HG vinkona sagði: "hún er eins og títuprjónn við hliðina á þessu ferlíki". Vel orðað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2009 | 21:02
Heltekin!
Ég er dálítið upptekin af áhugamálinu mínu í dag. Skellti mér með í ferð með nokkrum eitur-hressum ljósmyndaáhugamönnum og var stefnt á Krísuvík og Kleifarvatn. Þetta var mjög skemmtileg ferð í alla staði. Rosalega gaman að fara með fólki sem á ótrúlegan búnað. Maður fékk eiginlega bara minnimáttarkennd þegar maður horfði á allt dótið hjá þessum ágætu köppum.
Ég og SÓ vinkona ákváðum að freista gæfunnar og fara um kvöldið og reyna að veiða norðurljós. Norðurljósin létu ekki sjá sig þetta kvöld en tókum við samt nokkrar fallegar næturmyndir af Kleifarvatni.
Kleifarvatn að degi til
Kleifarvatn að nóttu til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 23:47
macro drops
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2009 | 10:04
Norðurljós - Aurora Borealis
Fór með ÓH frænku og SÓ vinkonu í norðurljósa myndatöku. Þetta var okkar fyrsta tilraun til að fanga þetta stór merkilega fyrirbæri.
Ég er ekki alveg sátt við mínar myndir en samt þokkalega miðað við að þetta er mín fyrsta tilraun. Við erum ákveðnar í því að fara aftur fljótlega og gera aðra tilraun. Nú erum við komnar með nasaþefinn af þessu og þetta var bara nokkuð skemmtilegt þrátt fyrir -13°C. Hinsvegar vorum við svo heppnar að það var algjör stilla.
Hér eru nokkrar en svo eru fleiri á flickr síðunni minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 10:18
Hann vill skilnað!!
Í einu af tiltektar og þrifnaðarbrjálæðinu sem gekk yfir mig fyrir skömmu, komst ég að því að ég get verið skapstygg! (Ég sem hélt í alvörunni að það rynni ekki blóð í mínum æðum!)
Ég ákvað að ráðast á baðið og taka það almennilega í gegn. Ég veit það alveg að ef ég passa mig ekki þá fæ ég að kenna á því næstu daga á eftir og verkjalyfin verða aftur minn nánast vinur.
Í þrifnaðar æðinu tók ég mig til og ákvað að þrífa baðskápana líka. Þá komst ég að því að tannbursta glasið hafði alveg gleymst í síðustu 2-3 þrifum svo það var nett ógeðslegt. Ég fékk væga klígju og fór að þrífa bæði tannbursta (notaði samt ekki sápu á þá) og glas. Þegar ég fór að handfjatla tannburstana komst ég að því að tannburstinn hans Stefáns var ógeðslega klístraður og það var hann sem smitaði hina burstana með tilheyrandi klígju.
Ég þvoði þetta vel og ákvað að setja bómull í botninn sem gæti tekið við mestu bleytunni og þá er auðveldara að þrífa glasið.
Um kvöldið þegar við Stefán vorum að skríða í ból þá sagði ég við hann að tannburstinn minn vildi skilnað við tannburstann hans. Hann hváði og spurði um ástæðuna og auðvitað lét ég romsuna ganga (eins og mér einni er lagið) og eftir smá hik sagði hann með mjúkri röddu: "En minn tannbursti vill ekki skilnað svo ég veiti ekki skilnaðinn". Ég benti honum þá á það að umgengnin yrði þá að lagast. Hann lofaði öllu fögru svo tannburstinn hans er á séns með mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín