Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
25.9.2009 | 12:19
með magapínu af áhyggjum...
um það hvort póstbíllinn banki uppá í dag með ábyrgðarbréf til Stefáns
Oft stafar þreyta okkar ekki af vinnu, heldur af áhyggjum, vonbrigðum og gremju. - Dale Carnegie
Jarðboranir segja 30 starfsmönnum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 10:52
Það er bara allt farið í steik
Þó svo að við hjónin höfum ekki há erlend lán á okkur eða höfum lifað hátt undan farin ár þá kemur þetta illa við okkur eins og þjóðina alla.
Við eigum jú einbýlishús á fallegum stað sem við byggðum sjálf fyrir hart nær 10 árum. Húsið er enn í "vinnslu" því við höfum gert það smátt og smátt eða eftir efnum.
Við eigum jú tvo bíla, annan 14 ára gamlan en hinn tæplega 2 ára sem við keyptum þó notaðan en hvorugur bíllinn er upp á margar milljónir.
Við erum með húsnæðislán sem var ekki svo ýkja hátt þegar við tókum það en það hefur aldeilis hækkað undanfarin misseri.
Nú er svo komið að greiðslan af íbúðaláninu er svo há að við höfum þurft að skera helling niður af því sem við leyfðum okkur til dæmis leikhús- og bíóferðir, út að borða með fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Það í sjálfu sér er allt í lagi en þegar matarkarfan hefur hækkað um 100% á einu ári þá hlýtur það að koma við kaunin á manni. Við erum með langveikt barn sem þarfnast lyfja og endurhæfingar en það fer að verða munaður líka mjög fljótlega. Við skerum allt annað niður áður en það fer að bitna á börnunum, en það sorglega við það er að það er óskaplega stutt í það.
Nú er svo komið að ég er meira og minna atvinnulaus. Arkitektageirinn nánast lagðist útaf. Maðurinn minn er orðinn tæpur í sínu starfi en hætt er við því að hans vinnustaður leggist niður. Ég get ekki gengið í hvaða vinnu sem er því ég lenti í umferðaróhappi sem olli því að ég er orðin að hálfgerðu grænmeti og get orðið ekki hvað sem er.
Hvað gerum við þá?
Eins og þorri þjóðarinnar viljum við sjá eitthvað gert. Ekki lofað einhverju sem ekki stendur eða er gert svo seint að 80% landans er farinn á hausinn.
Þó svo að við höfum alla burði að flytjast búferlum þá stoppar það okkur samt því við sitjum í steypuklump sem við getum ekki selt og styttist í að við getum ekki borgað af.
Hvernig væri að ríkisstjórnin færi og gerði eitthvað í málunum og næðu í þessa peninga sem "útrásarvíkingarnir" stálu og kæmu með þá í þjóðfélagið aftur? Þeir teknir og látnir vinna samfélagsvinnu til að sýna þeim að þjóðinni stendur ekki á sama.
Það hlýtur að vera hægt að ná í skottið á þessum einstaklingum sem komu okkur ofan í hyldýpið mikla og láta þá svara til saka. Þeir geta sko bara setið í 3 herbergja gettó íbúðum og þeim skaffaðir 140.000,- á mánuði til að lifa af.
Þeim mun lengra sem líður, þeim mun erfiðara uppdráttar eiga þeir sem enn hanga á skerinu.
Það styttist verulega í það að ég fari niður á Austurvöll með potta og sleifar að mótmæla....og þá er mikið sagt.
Þetta er bara allt farið í steik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín