Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
29.8.2010 | 20:57
Afsakið hlé!
Eitthvað hefur bloggletin gert var við sig undan farnar vikur...tja eða mánuði.Eins og kannski síðasta færsla lét í ljós þá VAR Viktorían mín ófrísk og eins og gefur að skilja þá hefur krílið litið dagsinsljós. Stúlkan lét sjá sig eftir tveggja vikna "framyfirgöngu" þann 8.7.2010 og var orðin ansi þreytt og næringarlítil sökum vannæringar og var hún einungis 10 merkur (2570gr) og 48cm.þann 22.8.2010 fékk hún svo nafnið Ásdís María og kom það öllum skemmtilega á óvart nafnavalið en þau skötuhjú hafa eflaust einhverja merkingu að baki nafnsins.
fyrsta klukkustundin í nýju lífi
Viku gömul prinsessa hjá ömmu og afa
3 vikna prinsessa að fara í fyrsta baðið sitt heima hjá ömmu & afa
Auðvitað eru allir á þessu heimili sem og á fleiri heimilum alveg að rifna úr stolti af litlu prinsessunni sem er ótrúlega vær og góð. Ekki til eitthvað gubbu-vesen, sefur allar nætur, lætur aldrei í sér heyra og hefur ótrúlega þolinmæði þegar kemur að matartímanum.
Ef öll börn væru svona vær og góð þá yrði sprenging í fjölgun barna í öllum heiminum.
Svo eignaðist vinkona mín barnabarn degi á undan sem fékk nafnið Birna Lára og var hún um 15 merkur við fæðingu. Auðvitað gat maður ekki stillt sig og smellti nokkrum myndum af þeim saman.
Á þessum myndum eru þær 4 vikna og báðar farnar að brosa út að eyrum.
Frekar alvarlegar en pínu stærðarmunur....ekki mikill...bara aðeins :)
Skælbrosand stöllur
Við Viktoría heimsóttum svo lítinn frænda sem fæddist 13.8.2010 og var 2 vikna og Ásdís María þá 7 vikna.
Frændsystkina veif. Ungi herramaðurinn er 2 vikna og Ásdís María 7 vikna. Hann fæddist 17 merkur.
Það er nú ekki annað hægt en að brosa út í bæði yfir svona krúttlegum börnum.
Hans Ingi og Laufey Svala eignuðust þennan prins en hann er 3 strákurinn á því heimili.
Þann 22.8 var svo litla daman skírð. Aldrei heyrðist í dömunni sama hversu mikið var hnoðast með hana. Hún vakti nánast alla skrínina sína og þegar gestir fóru að tínast út þá pakkaði ég henni í mjúkt teppi og með það sama sofnaði hún vært.
Brosmild ung dama
í skírnarkjólnum sem ég prjónaði 2002 þegar Sunna fæddist.
Hamingjusöm lítil fjölskylda
Fallegar mæðgur
6 vikna prinsessa í Baby Born kerru Sunnu.
Bjútíbollan hennar ömmu sinnar
já, við erum öll voðalega stolt af litlu fjölskyldunni sem hefur hreiðrað um sig í lítilli stúdíó íbúð með litla krílið sitt. Birgir er í góðri vinnu, Viktoría nýtur lífsins í fæðingarorlofinu með Ásdísi Maríu og er dugleg að fara út að labba og heimsækja mömmu "gömlu".
Það er gaman að vera amma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín