. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Svakalegt ljóskumóment

ð er hreint ótrúlegt hvað maður kemur upp um sig reglulega með ljóskuhættinum.

Bíllinn minn er búinn að lifa á gula bensínljósinu í rúma tvo daga og ég vissi það fyrir víst að ég myndi ekki hafa það lengra en á næstu bensínstöð.

Fingurnir voru krossaðir og lagt var af stað á bensínstöð.

Þar sem ég var á leiðinni inn í Kópavog var hentugast að koma við á bensínstöðinni við Hagkaup í Garðabæ.

Ég renni upp að næstu lausu dælu (af þeim fjölmörgu sem voru þarna) og ætlaði að vippa mér út til að dæla á kadiljálkinn en í því kemur gallaklæddur maður og býst við að munda byssuna í tankinn og ég spyr hvort þetta sé þjónusta, jú, vissulega var þetta full þjónusta svo ég spurði um dælu þar sem ég gæti nú bara leikið Villta Villa í vestrinu og þá benti hann mér á það að það væru ALLAR aðrar dælur!!

jæja, ég bakka bílnum um eina 4 metra, stekk út úr bílnum og ætlaði að grípa kortaveskið mitt en greip í tómt. W00t Ég hafði náttúrulega GLEYMT kortaveskinu heima.

Ekki þýddi að bruna heim eina 15 kílómetra eftir kortaveskinu svo ég ákvað að leita eftir KLINKI í bílnum. Jú, ég fann klink upp á 1500kr (sem segir ekki mikið á bíl í dag) svo ég ætlaði að grípa byssuna en ég hafði bara möguleika á að borga með korti!

Ég lít í kringum mig og fannst þetta orðið frekar neyðarlegt, með klink í vasanum til að borga bensínið og gat ekki dælt klinki í sjálfsalann....sennilega ansi fáir sem borga bensín með klinki...og hvað þá kaupa 6 lítra á bíl sem eyðir 12-14 á hundraði!

Ég játaði mig sigraða og labbaði inn á stöðina og spurði hvort ekki væri hægt að borga við kassa eða hvort ég yrði að kaupa fulla þjónustu.

Mér var einfaldlega bent á það að ég yrði að ýta á START-hnappinn úti!!! OMG hvað þetta var neyðarlegt.....

jæja....ég byrjaði að dæla bensíni og reyndi að gæta þess að fara ekki uppfyrir 1500kr svo ekki þyrfti að kalla til lögreglu því ekki var ég með krónu á mér.

1385......1396......1430......1447.....1466....1501 W00t

nú voru góð ráð dýr....inn í bílinn aftur leitaði ég lifandi ljósi að EINNI KRÓNU..og fann hana að lokum.

Gekk inn á stöðina og afhenti 1501 krónu í klinki, þakkaði fyrir mig og flýtti mér út áður en afgreiðsludaman hringdi á klepp til að tilkynna væntanlegan strokufanga! Blush 

3232921004_a9577916c7

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband