Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
21.7.2011 | 21:42
Eldamennska og prjónaskapur fara seint saman
Einhvernvegin datt kvöldmatur uppfyrir á þessu heimili og úr varð skyrboost á liðið...þetta sem var heima altso.
Ég sest niður með prjónana, kallinn farinn að vinna aftur, Sunnuskottið mitt heima og Dísin fagra að vinna svo við mæðgur urðum bara tvær eftir einar heima.
Í sjónvarpinu var sjónvarpskokkurinn hann Jói Fel og var bara alls ekki laust við það að maður hefði slefað yfir þessum girnilegu réttum sem maðurinn var með. Skyndilega mundi ég eftir því að ég átti svínapuru inn í ísskáp og datt það snilldar ráð í hug að elda kvikindið.
Ég fer inn í eldhús, græja puruna sem ég hef aldrei eldað áður og gerði bara ráð fyrir að þetta væri bara ekkert mál. Skelli ofninum á 265°C og fer svo inn að prjóna....já og horfa á Jóa Fel. Eftir ekki langa stund uppgötva ég það að það er komin alveg svakaleg þoka....INNI...svo ég HENDIST fram úr sófanum, inn í eldhús og þurfti bókstaflega að þekkja leiðina að ofninum til að geta slökkt á honum.
Ég kalla til Sunnu um að opna allt út eins og hún mögulega getur og hún hljóp að öllum hurðum og opnaði þær upp á gátt. Ég barðist við að slökkva í purunni í ofninum....BLINDANDI en í þeirri sömu andrá fer reykskynjarinn í gang með þvílíka hávaðanum.
Hann er beintengdur í Securitas svo ég vissi að síminn myndi hringja innan fárra sekúndna....en hávaðinn var svo mikill og reykurinn svo þéttur að það var ekki ein einasta leið að heyra hvar fja#$%&/ heimasíminn var!!!!
Hljóp um eins og hauslaus hæna að finna eitthvað til að búa til "vind" til að "ýta" reyknum í áttina ÚT því ekki var mögulegt að slökkva á skynjaranum öðruvísi þar sem hann er í hátt í 5 metra hæð.
Einhversstaðar heyri ég inná milli í símanum baula ásamt skynjaranum að væla svo ég leitaði vel að símanum, fann, hljóp út til að geta svarað. Securitas var á línunni...held ég...og ég sagði að ég væri að reyna að reykræsta sjálf...héldi að að ég væri búin að slökkva í ofninum en enginn eldur.... Gaurinn á línunni var ekki alveg sannfærður og vildi senda slökkviliðið til að reykræsta en ég náði að blíðka hann til....með adrenalínið í botni og allt á fullu.... Hann sagðist myndi senda slökkvilið ef skynjarinn þagnaði ekki innan x-margra sekúndna.... Þá fyrst hófst kapphlaupið við að þagga niður í HELV"#$%&!!!!!!
Með tómar töskur, handklæði og fleira lauslegt á fullu og allar hurðar notaðar sem viftur náðum við að þagga niður í skynjaranum.
Jói Fel búinn og Amazing Race byrjað.....en engin purusteik!!!!!
Er þá ekki bara málið að halda áfram að prjóna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín