23.5.2008 | 00:32
Fjölskyldan í hnotskurn
Þegar maður er vakinn með loðdýr í andlitinu þarf maður að venjast ýmsu. Þetta eru ósköp indæl grey sem börnin eiga. Get ekki annað sagt. Stöðvaði reyndar illa meðferð á dýrunum í dag. Sunna fær vinkonur sínar í heimsókn til sín eftir leikskóla eins og svo oft áður nema í þetta skiptið komu ekki nokkrar....heldur hálfur leikskólinn!! Svona næstum.
Mikil spenna var að hnoðast með hnoðrana og ákvað ég að leyfa þeim það en undir smásjá. Eins og svo oft áður var ég að sinna heimilisverkum þegar ég heyri í krakka skaranum inn í herberginu skella hvað eftir annað uppúr. Ég ákvað að athuga hvað væri í gangi og sá þá mér til mikillar skelfingar að dýrin voru notuð til að búa til rússíbana, flugvélar, teygjustökk...án teygju svo eitthvað megi telja. Ég sá skelfingarsvipinn á dýrunum (án gríns) og stöðvaði leikinn með það sama. Greip litla hnoðrann sem sá sér leik á borði og skaust upp handlegginn minn og beint í hálsinn og þar tísti hann eins og hann ætti lífið að leysa.
Ég skipaði Sunnu að fara með Heiki í búrið og sjálf tók ég Mikka sem nötraði af hræðslu innan undir treyjunni minni.
Dýrin voru frelsinu fegin að komast í búrið sitt og með það stakk krakka skarinn af út....Thank god!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 10:47
myndir
Það er búið að vera BRJÁLAÐ að gera hjá mér eftir að ég kom heim að ég hef ekki geta tæmt myndavélina mína til að setja myndir inn.
Komum heim aðfaranótt þriðjudags og svo var bara skellt sér í vinnu, heim, ná í naggrísi, heim, búrið gert klárt fyrir nýja fjölskyldumeðlimi, skellt sér í skólann, heim kl 22 og farið fljótlega að sofa.
Miðvikudagur var ekki minna annasamur, fór í vinnu, heim um 4, unnið í að gera rétt fyrir útskriftina hennar Hólmfríðar Sunnu en hún var að útskrifast í leikskólanum með pompi og prakt, skilað liðinu heim, gripið með næsta rétt til að setja á hlaðborðið með skvísunum í blakinu en það var nokkurskonar lokahóf hjá okkur þar sem við hittumst og borðum góðan mat og spjöllum.....HÁTT saman.
Skreið heim um 23 í gær gjörsamlega örmagna af þreytu og þá sérstaklega þar sem ég gleymdi að taka astmalyfin mín daginn áður og nóttin var ansi erfið, átti orðið í miklum öndunarerfiðleikum. Var því eftir mig í allan gærdag af þeim sökum....eins og maður hafi orðið fyrir langvarandi súrefnisskorti.
Það var ansi erfitt að vakna í morgun. Vaknaði reyndar við að lítið skriðdýr fór í hálsmálið á mér.....reyndar var þetta bara hann Mikki en Sunna vaknaði eldsnemma eins og henni einni er lagið og náði í gaurinn og vakti mig með honum. Mér kross brá við þetta en jafnaði mig fljótlega aftur.
Er gjörsamlega að sofna ofan í klofið á mér í vinnunni. Ákvað að taka mér kaffipásu og gera eitthvað annað....til dæmis BLOGGA til að sjá hvort ég hressist ekki við.
Dagurinn í dag verður ekkert minna annasamur en síðustu.....tja....8 dagarnir því það er bara skóli nánast beint eftir vinnu.
Skólinn fer senn að ljúka og er ég farin að sjá ný viðskiptatækifæri út við sjóndeildarhringinn. Nú þarf maður bara að sinna því og þá ætti þetta að vera í höfn.
Ég tók nokkrar myndir á símann minn úti og læt ég nokkrar fylgja hér inn.
Þessar myndir koma beint úr símanum og eru ekkert unnar. Væri eflaust hægt að gera gott úr þeim í Photoshop!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 19:26
obbobbobb...

![]() |
Strætisvagnaslys við Tower Bridge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 19:19
Síðasta vígið fallið!!
Ég stóð við gefið loforð við dætur mínar og fór og keypti Naggrís. Fengum einn gefins ásamt búri og enduðum í Dýraríkinu að kaupa annan svo ekki verði barátta með hver fær að halda og hvenær og hvor á meira en hin!
Dýrið sem við fengum gefins var strákur, voðalega fallegur og var það eindregin ósk mín að annar strákur kæmi á heimilið, ekki stelpa...hafði ekki hugsað mér að hafa útungunarstöð á Álftanesinu!!
Sunna var nú ekki kát með að fá ekki stelpu svo ég setti úrslitakosti, stelpa á heimilið = dýralæknir gerir tjopptjopp aðgerð á hinum. Þá sættist hún á strákinn sem hún fann í búðinni. Hamingjusamar systur fóru svo heim og búrið undirbúið fyrir dýrin. Veit samt ekki alveg afhverju við þurfum búr því ekki hafa grísirnir þeir Mikki (Sunnu grís) og Heikir (Dísu grís) fengið að fara ofan í það enn!!! Er farin að vorkenna þeim all svakalega nú þegar.
Nú er það bara stóra spurningin hvort stelpurnar standi við gefin loforð um umhirðu dýranna eða hvort þetta lendi allt á mér....eins og svo margt annað!!
Nú get ég loksins sagt að ég eigi 5 grísi, 10 fiska og einn eiginmann
Þess má til gamans geta að Dísin mín er djúpt sokkin í lestur Ísfólksbókanna og nafnið á grísinn sinn dró hún úr þeim bókum, Heikir.
Svo var Lilja Bolla að tala um skrítna fjölskyldu.....BULLSHIT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 09:51
Snilldar taktar eða bölvaður ósiður!
Þegar ég ferðaðist með DA vinkonu seint á síðasta ári lærði ég helling skemmtilegt af henni. Til að mynda lærði ég það hvernig maður á að koma í veg fyrir að einhver sitji við hliðina á manni í flugvél ef sætin eru þrjú en aðeins tveir ferðalangar. Þessi elska bað um gluggasæti fyrir mig og gangsæti fyrir sig, þá myndaðist autt sæti á milli og það vilja það ansi fáir svo hættan á að einhver sæti við hliðina á manni var ansi lítil nema ef um var að ræða sneisa fulla vél eins og við lentum í frá Hong Kong til London með Britis Airwaves. En ÖLL hin skiptin virkaði þetta og voru þær ekki fáar vélarnar sem við ferðuðumst með.
Ég lék þennan leik út og bað um gluggasæti fyrir mig og gangsæti fyrir Stefán. (vil alveg hafa hann við hliðina á mér...en bara þægilegt að hafa vel rúmt). Þetta fannst Stefáni mínum alveg hrikalega dónalegt af mér. Ég sagði bara mína meiningu og þar með stóð það.
Sama leikinn lék ég svo heim og þakkaði DA í huganum fyrir að hafa kennt mér þennan snilldar leik. Vélin var nánast full bókuð heim og tók ég eftir að fólk þurfti að sitja saman sem ekki þekktist og ég gat ekki annað en brosað út í annað.
Stefán hafði orð á því að svona ósiði geti ég lært af vinkonu minni!! Ég snéri mér þá að honum, leit í augu hans og sagði: "Stefán minn, ósiður, ekki ósiður....þá er þetta allavega nytsamlegur ósiður". Þar með dó málið og enn og aftur áttum við bekkinn ein.
DAMN...og nú er ég búin að kjafta frá leyndarmálinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 09:40
Home sweet home
Það voru þreyttir ferðalangar sem opnuðu dyrnar kl 1 í nótt heima hjá sér.
Túrinn gekk rosalega vel fyrir utan nokkur "skemmtiatriði"....en það herti bara aðeins í manni
klukkan hálf sjö í morgun fann ég lítinn kropp koma uppí og knúsa mömmu sína. Hvíslaði í eyrað mitt: "Mamma, ég saknaði þín svakalega mikið" Ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur.
Allir voru kátir með sitt frá útlöndum. Nú er komið að því að mamman þarf að standa við gefið loforð, ég samdi nefnilega af mér eins og Anna vinkona myndi segja. Loforð var um naggrís heim ef hún héldi herberginu sínu hreinu og fínu Læknirinn hennar Söndru Dísar vill eindregið að hún fái dýr til að hugsa um því það örvi hennar þroska í umönnun. Ætli dýrin verði þá ekki tvö svo ekki verði rifist um hver á hvað, hvenær, hvernig eða hversvegna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 20:43
big bus tours
Fórum hina stóru Big Bus Tour í dag. Rosalega skemmtilegt að ferðast svona um. Aðeins einn galli.... þegar við vorum að fara frá Bucingham Palace, þá voru þeir hættir svo við þurftum að redda okkur sjálf heim. Það var í sjálfusér alveg í lagi...tókst alveg ágætlega. Komum svo heim að Queens way og gengum áleiðis "heim". Sá undirfata verslun sem ég þurfti endilega að koma við í og við nánari athugun kom það í ljós að hún seldi ekki einungis undirföt....heldur alskyns hjálpartæki. Eins og sönnum túristum sæmir skoðuðum við þann bás ítarlega (það þekkti okkur enginn hvort eð er!)
Enduðum svo fullkominn dag á að fara aftur á Hereford Roas og fengum ekki síðri mat en síðast. Rosalega gott.
Í sæluvímu kveð ég....ætla að skríða í bólið með manninum mínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 21:52
Mind the gap
....ekki búðin altso!
Ég vildi fá enn meira ævintýri í ferðina og bað Stefán um að koma með mér í underground. Hann samþykkti það en með semingi þó. Lofaði honum því að ég hefði stúderað kerfið frá A-Ö á meðan hann horfði á imbann. Ég var full sjálfstrausts og þrammaði niður í undirgöngin eftir að hafa verslað miða. Þurftum að taka skiptivagn þar sem við ætluðum á Piccadilly. Allt gekk eins og í sögu en Stefáni mínum fannst þetta orðið ansi þétt skipaðir vagnar...fólk þurfti virkilega að troða sér til að komast bæði inn og út. Mér fannst þetta bara gaman.
Þrömmuðum Piccadilly og þar rak ég augun í Prada verslun. Ég sagði við Stefán að ég YRÐI að fá fílínginn á að fara inn í Prada. Hann hélt það nú...vissi EKKERT út í hvað hann var að fara. Þegar við nálguðumst glerdyrnar var dyravörður sem opnaði fyrir okkur. Ég leit brosandi á Stefán og sagði að ég vissi ekki að við myndum fá inngöngu inn í verslunina. Stefán leit á mig og leit í kringum sig og fölnaði. Ég alsæl gekk inn í verslunina og rak augun í voða fallega tösku. Fann að sjálfsögðu hvergi verðmiða og kallaði á afgreiðslumanneskju sem sagði mér að þessi litla handtaska kostaði 435 pund. Stefán hrópaði uppyfir sig og bað mig VINSAMLEGAST að koma mér út. Ég ákvað að hlýða því en með semingi þó. Vissi að ég hefði aldrei efni á að kaupa mér svo mikið sem SOKKA í þessari ágætu verslun.
Þegar við vorum komin út leit Stefán á mig og sagði: "Helga, í alvöru...við erum klædd eins og TÚRISTAR með bakpoka á bakinu...ekki biðja mig um að fara í svona verslanir nema að við séum klædd skynsamlega".
Ég leit á hann til baka og afsakaði þetta og lofaði því að biðja hann um að fara í jakkafötunum næst þegar við ætlum að þramma verslunargötu.
Næst sá ég Dolce & Gabbana verslun og sagði við Stefán að ég YRÐI að fá að fara þarna inn. Hann vissi enn ekki hvað hann var að fara út í en var mjög varkár yfir þessu öllu. Leit í kringum sig þegar við vorum kominn inn og slakaði aðeins á. Það voru ekki 10 öryggisverðir á hverja 10fm eins og í Prada búðinni. Ekki voru verðin skárri þar svo við fórum aftur tómhent út.
Næst fundum við verslun sem heitir Posh og er við Piccadilly street. Þetta var leðurbúð og þar sá Stefán rosalega flottan leðurjakka. Hann var á ágætu verði svo við vorum á því að kaupa hann nema að afgreiðslumaðurinn sagðist vera með fullkomna kápu handa mér. Ég leit á hann til baka og benti honum á það að hann ætti ekki nóga stóra á mig.
Eftir örskamma stund kom hann með þessa flottu kápu sem passaði AKKÚRAT á mig. Féll gjörsamlega fyrir henni. Enduðum á að kaupa bæði kápu á mig og jakka á hann.
Þegar við komum út vildi ég sko ENDILEGA fara í kápuna og fá hann til að fara í jakkann sinn. Hann spurði mig afhverju...nú svarið var einfalt. Ég ætlaði sko AFTUR inn í Prada....skynsamlega klædd.Hann tók það ekki í mál....!!
Endaði svo inn í "krókódílabúð" (Lacoste) og keypti þar rosalega flotta handtösku, svarta og hvíta. Ég var beðin um að kaupa eitthvað sætt fyrir eina vinkonu sem við erum að kveðja. Féll alveg fyrir henni. Nú er bara að sjá hvort þessi ágæta kona líkar þessi "krókódíla" vara.
Skelltum okkur svo aftur heim með lestinni. Hún gekk eins og í sögu eins og áður...enda að verða veraldarvön í þessum efnum.
Á morgun er svo stefnan tekin á Sightseen um borgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 155
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
139 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín