9.1.2008 | 10:47
Drama queen í ham
Drama queen kom heim eftir vinnu í gær um miðnætti. Tilkynnti mér það að hún þyrfti að vera mætt í skólann kl 8:00. Ég sagði við hana að ef hún vildi vera mætt á réttum tíma, þá yrði hún gjöra svo vel að aðstoða mig með systurnar um morguninn. Hún spurði þá klukkan hvað væri best að vekja þær og ég sagði að 7:00 væri æskilegt svo hún samdi um 7:05. Já, ekkert mál sagði ég.
Á slaginu 7:05 kom hún inn til mín til að vekja litla flóttamanninn sem hafði farið úr sínu rúmi yfir í flóttamannabúðirnar (okkar rúm). Ég ákvað að láta ekki á mér standa og fór frammúr.
Á nokkrum mínútum var Drama queen búin að klæða litlu systur sína, gefa henni morgunmat og greiða ásamt því að koma gelgjunni frammúr og koma henni í skilning um það að hún verði að hafa sig alla við til þess að verða ekki skilin eftir. (það er nóg fyrir hana því hún nennir engan veginn að labba í skólann) og til að toppa það, þá hafði hún vaknað mjög snemma til þess að fara í sturtu og vera búin að borða áður en ballið byrjaði.
Ég var rétt búin að gera mig klára þegar ég heyrði í Drama queen kalla yfir húsið; "5 mínútur í brottför". Í hendingskasti lít ég á klukkuna og þá var hún nákvæmlega 7:35 en þá átti ég eftir að hræra mér einhvern hollustudrykk og taka með mér hádegisnesti svo ég mátti hafa hraðann á svo ÉG yrði ekki skilin eftir.
Þetta finnst mér mjög merkilegt allt saman því hún hefur ekki viðurnefnið "Drama queen" fyrir ekki neitt og hefur verið talin hressari seinnipartinn eða jafnvel á næturnar en hún er á morgnana svona yfir höfuð.
Það er allavega mjög jákvætt að hún taki skólann sinn alvarlega og vilji mæta á réttum tíma. Hún nefndi það við mig í byrjun annar að þessa önnina ætlar hún að ná 100% mætingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2008 | 23:32
Í verslunarleiðangri með þessa yngstu
Ákvað að skella mér í Po.P að versla buxur á þessa yngstu. ´ÞEg var í "sendum og sækjum" með mið-dótturina og fékk ég rétt rúman klukku tíma til þess að skjótast í Kringluna og til baka aftur áður en ég þyrfti að sækja gelgjuna. Tíminn var nýttur vel, þessari yngstu til mikillar gremju því hún þolir ekki búðir.
Við mæðgur komum í Kringluna og þar sem ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi, var ekkert að vanbúnaði en að byrja maraþonið í Po.P. Sunna var ekki alveg að meika það þarna í versluninni svo hún ákvað að fara að skoða föt á sig sjálfa. Kom með föt sem voru í flestum tilfellum hennar númer en ég sóttist eftir örlítið stærra en það sem passar akkúrat svo ég ákvað að virkja hana örlítið. Sagði henni að hún mætti skoða föt sem eru með númerinu einn - tveir - tveir (122), það væri númerið sem ég ætlaði að fá á hana núna. Hún upp veðraðist af þessu og loks fékk ég frið til að skoða mig um.
Ég hafði fundið einar buxur og eina peysu sem var á herðatré sem ég setti yfir handlegginn minn og hélt áfram að skoða. Öðru hvoru heyri ég í litlunni minni kallandi að hún hafi fundið réttu stærðina. Alltaf hljóp hún til mín til að sýna mér viðkomandi flík og svo eins og flest börn gera, þá nuddaði hún sér alltaf utan í mig þegar hún kom en svo var hún farin aftur. Ég veitti þessu enga sérstaka athygli þar sem ég fékk allavega frið fyrir nöldri um að nenna ekki búðarrölti.
Loks kom að því að ég var tilbúin til að fara á kassa, fann 2 buxur, 2 peysur og 1 pils sem ég var til í að versla á stelpuna. Mér fannst þetta ágætis árangur en fötin voru ískyggilega þung svona þegar á hólminn var komið. Á kassa slengdi ég öllum fötunum og sá þá mér til skelfingar að í hvert sinn sem stelpan kom til að sýna mér réttu stærðina, þá hengdi hún viðkomandi flík á herðatréshankann á peysunni sem ég fann í upphafi verslunarinnar. Á þetta herðatré hafði hún hengt ca 2 pils, 4 peysur, 3 buxur og 1 legging. Allt í einu stóð ég eins og álfur við kassann eins og lifandi herðatré!! Vandræðaleg baðst ég afsökunar og vildi fá smá stund til að greiða úr flækjunni með dóttir minni.
Ég sá þá að þetta voru mistök að leita sjálf af fötum á stelpuna, átti bara að segja henni strax að finna föt og koma með þau til mín og á meðan hefði ég geta setið hin rólegasta og lesið blöðin.
Við mæðgur komumst að samkomulagi um hvað af ÖLLU þessu fatafargi skyldi keypt. Hún var samt ekki alveg nægilega sátt þar sem hvergi voru Barbie buxur í þessari flóru svo við sömdum um 2 buxur, 2 peysur og 1 pils og að við færum í Hagkaup og fyndum Barbie buxur.
Í Hagkaup skunduðum við svo og þar fundum við fínar Barbie gallabuxur og eina Barbie peysu. Hamingjusöm prinsessa sofnaði svo í rúminu sínu í kvöld, hlustandi á Skilaboðaskjóðuna í hljómtækjasamstæðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2008 | 15:11
Styðjum Ástþór til sigurs

![]() |
Ekki sérstakan áhuga á starfi forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2008 | 13:00
Ást við fyrstu sýn
Mér finnst óendanlega gaman að leika mér með myndavélina. Þessi mynd er ein af mínum tilraunum sem ég geri.
Öll að koma til í skrokknum aftur. Fór til læknis til að fá ávísun á meira læknadóp. Ætti að vera til í smá blakmót næstu helgi ef ekkert bakslag kemur uppá (sem að verður ekki....ég er búin að ákveða það!) Það þarf bara að taka "Secret" á þetta og þá gengur allt upp....er það ekki þannig sem það virkar?? Miðað við myndina/bókina
Nú verður maður að taka "Secret" á helgina, slá um sig með gullinu á HK mótinu
Ég ákvað að prufa þetta og hugsaði stíft um það að það kæmi almennilegt gólfefni á gólfið hjá mér. Sama hvað ég hugsaði og dreymdi....það er ekki enn komið Það er spurning hvað maður gerir þá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2008 | 01:57
Með lífið að láni
Það er ótrúlegt hvað hurð getur skollið nærri hælum. Var að mynda lítinn frænda á gamlárskvöld og spáði ekki mikið í leikföngunum hjá stóru strákunum. Þeir voru að missa sig yfir þessum flugelda dóti svo ég ákvað að missa mig á myndavélinni á meðan stóru strákarnir léku sér.
Þeir voru að skjóta upp stórum flugeldum og einn flugeldurinn fór upp......og niður aftur....á prikinu og ákvað að springa í rúmlega 2m hæð og til að toppa það, þá stóð 12 ára gamall frændi rétt við þegar hún kemur niður og springur. Glóðin slettist yfir okkur öll og þegar ég fór að skoða myndina sá ég hvað þessi 12 ára var nærri og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef þessi flugeldur hefði verið nokkrum sentímetrum nær!!!!!
Myndin talar sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2008 | 01:45
Einu sinni var......
Tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Jólin komu og jólin....tja....fóru! Ég var búin að undirbúa mig undir erfið jól en það ótrúlega gerðist....þau voru bara alveg ágæt
Skelltum okkur norður til Akureyrar milli jóla og nýárs. Gistum hjá tengdó og það fór sko óskaplega vel um okkur þar. Hittum fólk....reyndar færri en við ætluðum okkur...en það verður að hafa það....bætum okkur bara næst
Elsta daman mín er komin með æfingaleyfi á bíl. Fór með hana í bíltúr að versla inn skólabækur fyrir skólann. Fórum að sjálfsögðu á mesta anna tíma og það á föstudegi, leyfði henni að keyra....jájá... hún stóð sig ágætlega greyið. Auðvitað var þetta að henda henni beint í djúpu laugina en hún kláraði sig alveg á þessu. Mamman með nokkur auka feilpúst á hjarta.....en það sem ekki drepur mann herðir
Þegar ég kom heim í dag beið mín lítill pakki. Ég kíkti í pakkann og var það bloggvinagjöfin frá henni Mörtu sem beið mín. Óskaplega fallegur hálsklútur í brúnu og gylltu. Takk Marta. Þetta var æði
Skellti mér í ræktina í gær. Var kannski ekki alveg nógu góð fyrir en þetta skánaði ekki svo ég hringdi í sjúkraþjálfann aftur. Hann tók mig inn á teppið og eftir pot og pikk ákvað hann að gefa mér raflost! Raflostið átti að kveikja á svokölluðu endorfíni sem er "verkjalyf" sem líkaminn býr til sjálfur og virkar á taugakerfið. Ég var í raflosti í einhverjar 30-40 mínútur og varð ég strax mikið skárri af verkjum svo ég ákvað að skella mér og versla mér eitt svona tæki eða svo.....allavega heilnæmara en að gleypa reiðinnar býsn af verkjalyfjum.....!!! Eftir tímann var ég rosalega eftir mig og langaði mest heim upp í rúm. Ég var með svo mikinn krampa í hendinni að ég barðist við sinadrátt í nokkra klukkutíma á eftir frá öxl fram í fingurgóma. Sjúkrinn sagði að þetta sem væri að hrjá mig væri svokallaður taugakrampi í öxlum og hálsi sem leiðir út í hendur.....æði ekki satt...
Veit ekki hvort þetta eru eftirköstin eftir raflostið en annar fóturinn frá tám og upp að nára er svo viðkvæmur fyrir snertingu að allt sem heitir snerting, fatnaður eða annað, virkar eins og sé verið að rispa mig inn í hold. Ekki sérlega þægilegt því ég þarf jú að stíga í fótinn....og það er einfaldlega VONT! Þetta verður vonandi búið í fyrramálið því ég þarf jú að vinna frá 9-15 í www.sturta.is svo ekki þýðir að vera eitthvað farlama þar!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 16:05
Lápur, Skrápur og Jólaskapið
Ég fór með þær yngri á þetta fína jólaleikrit, Lápur, Skrápur og Jólaskapið. Það var ekki laust við að maður fór í smá jólaskap við að horfa á þetta. Börnunum fannst þetta æði. Það sem gerði þetta hvað skemmtilegast var að maður var "á" sviðinu við að horfa á þetta leikrit. Leikararnir voru í nokkra sentímetra fjarlægð sem gerði það að verkum að maður fann meiri tilfinningar en þegar maður situr í fínum og flottum leikhúsum. Þetta leikrit ættu allir foreldrar að fara með börnin sín á. Einstaklega skemmtilegur og lifandi leikur og ekki skemmti að krakkarnir fengu að hitta Láp, Skráp og Sunnu á eftir og ræða öll heimsins málefni við þau.
Sunna & Sunna
Sunna, Skrápur og Lápur (með könnuna)
Sunna að fá jólaöl hjá Lápi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 12:36
Notalegur jólaundirbúningur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
82 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín