. - Hausmynd

.

Hinn blíði Batman

Ólöf mín er í prófum í dag svo ég tók við Batman í gær svo hann sé ekki svona lengi einn heima.

Ég og Batman erum ótrúlega góðir vinir og má hann ekki af mér sjá. Oft hef ég hugsað til þess að ef hann væri ekki hundur þá væri hann að bera í mig allskonar góðgæti og jafnvel blóm, svo mikið dýrkar hundurinn mig Halo

Í gær vorum við bara að kúra saman í sófanum og ekkert vandamál og svo fór hann inn í búrið sitt þegar ég fór að sofa. Um morguninn fékk hann svo að fara út úr búrinu og var að sniglast í kringum mig.

Kom krökkunum í skólann og fór svo að taka mig sjálfa til í ræktina og í annir dagsins. Myndataka átti að vera í skólanum af 45 börnum í 2.bekk svo það þurfti að hafa allt á hreinu.

Þegar ég var að fara að klæða mig þá kom Batman til mín. Hann hafði "horfið" smá stund og ég hélt að hann hefði bara skottast í búrið sitt á meðan ég mátti ekkert vera að því að kela við hann.

Ég sé að hann er komin með eitthvað leikfang í kjaftinn og var svosem ekkert að kippa mér upp við það nema að þetta leikfang hafði ég aldrei séð áður. Hann leit á mig og ég ákvað að kveikja ljós til að sjá hvað hann væri með og þegar ég sá hvað hundurinn lagði fyrir framan fæturna á mér þá rak ég upp óvænt óp!

Aumingja dýrið fór að bera "gjafir" í mig og í þetta skiptið voru það engir konfektmolar eða blómvendir heldur eitt stykki M Ú S W00t

Aumingja hundurinn skakklappaðist í burtu með skottið á milli lappa og inn í búr ansi skömmustulegur.

Ég fór að vinna í því að fjarlægja ógeðið og þegar það var búið varð ég að fara og knúsa hann. Hann vildi jú ekkert annað en gott.

Sennilega fæ ég martraðir næstu nætur og sé mús í hverju horni GetLost

Batman hinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 260128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband