. - Hausmynd

.

Peningaþvottur

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það er ekkert mál að stunda peningaþvott. Allavega ekki þegar snjóar og hríðar svona mikið eins og undanfarinn sólarhring...þá er þetta verk ótrúlega einfalt. W00t

Hinsvegar er það ekkert skemmtilegt þegar það kemst upp....því það bitnar allt á manni sjálfum. Það er samt betra að vera vel á varðbergi og taka til sinna ráða þegar upp kemst.

Í gær byrjaði peningaþvotturinn hjá mér en hann endaði svo snögglega í morgunn þegar upp komst um athæfið og uppi varð ævintýri að þurrka slóðina svo vel væri.

Uppskriftin er samt einföld. Ég læt hana fylgja hér en ég ráðlegg svosem engum að reyna þetta...allavega ekki ef ykkur er annt um heimilið!!! Errm

Uppskriftin:

Fylgist vel með veðurspánni og og veðuráttinni. Þegar spáð er hríð þá skaltu opna glugga sem snýr í áttina að áætlaðri hríðinni upp á gátt, setja stóran sparibauk fullan af smápeningum fyrir neðan gluggann (á sólbekkinn), draga fyrir gardínur og bíða svo nóttina.

Um morguninn skaltu fara með nokkur handklæði að glugganum (til að vera viðbúinn því versta) og þegar þú kíkir í gluggann þá á að vera búið að hríða svo mikið inn að gluggakistan er (eða ætti að vera) full af klaka og vatni og sparibaukurinn ætti að innihalda jafn mikið vatn og klink (í millilítrum talið). Hellið vel og vandlega úr bauknum og reynið að þerra eins mikið af klinkinu og þið getið án þess þó að taka það úr bauknum. Þurrkið vandlega úr gluggakistunni til að skemma ekki neitt. REYNIÐ svo að loka glugganum...kannski þarf að fara út í hríðina og brjóta klakann frá.

Endurtakið þetta eins oft og þurfa þykir.Grin

Hér læt ég svo fylgja nokkrar myndir af rósinni sem minn heitt elskaði eiginmaður gaf okkur stelpunum á konudaginn (ein á hverja dömu) InLove

Konudagsrósin

Konudagsrósin

Konudagsrósin

Konudagsrósin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband