22.1.2007 | 16:49
á Kúbunni!
Það voru þreyttir ferðalangar sem opnuðu dyrnar á heimili sínu klukkan að ganga sjö í morgun . Flugið var mjög fínt. Við fengum dálítið gott "stöff" hjá einni á heimleiðinni frá Halifax. Pínu kæruleysistöflur það gerði það að verkum að ég boraði ekki nöglunum í sætið um leið og var einhver ókyrrð og maður varð ekki eins pirraður á að sitja þessa klukkutíma í vélinni. Þetta var 10 tíma flug og ekki veitir af að hafa einhverskonar afþreyingu. Auðvitað var einn flugdólgur á ferð.....það þarf alltaf einhvern einn til að eyðileggja fyrir öllum hinum. Ég gjörsamlega MISSTI mig við hann og hellti mér yfir bjánann og hafði svo áhyggjur af því að fá fallhíf og vera hent út....úff... þetta var rosalegt....en nóg um það. Flugþjónn og freyja spjölluðu heillengi við dólginn og ekki dugði það svo annar flugstjórinn kom og ræddi málinn við kappann. Á endanum var hann settur í gæslu. Settur í gluggasæti og stór og mikill maður við hlið hans til að passa að hann komist ekki langt úr sætinu.
Ferðasagan verður sögð síðar. Eitt er þó víst að hitinn fór ekki niður fyrir 27°c en hékk í 35°c oft á tíðum. Mikið afskaplega varð maður þakklátur fyrir kuldann hér heima þegar maður kom . Svona mikill hiti á ekki við mig. En maður kom sólbrenndur með sveittan skalla heim.....ekki spurning . Set inn myndir við tækifæri.
Helga ferðalangur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Velkomin heim. Ég er búin að sakna þín allan tímann
Rósa
Rósa Linnet (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 19:22
Velkomin heim! Ég hefði sko alveg verið til í að sleppa við brakandi frostið sem er búið að vera hér undanfarið og fá smá hita í staðinn. 35°C er kannski helst í það hæsta, en samt fínt:) Þið sluppuð nú samt við mesta frostið því það er að hlýna í dag vittu til;) Þvílík hamingja á okkar heimili þegar hitamælirinn sýndi allt í einu + tölu!!
Ég bíð svo ennþá eftir heimsókninni.... ;)
Eyrún Linnet (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.