10.10.2010 | 10:39
pabbinn keyrður í kaf
Litla "villidýrið" okkar á það til að svara á skemmtilegan hátt þegar verið er að atast í henni.Í morgun var það engin breyting.
Stefán hefur heilaþvegið Sunnu á því að það sé alltaf svo hlýtt og gott veður á Akureyri. Hann er að reyna að fá barnið í lið með sér svo hann geti flutt norður.
Hann fær lítinn hljómgrunn frá eiginkonunni og mið-dótturinni en öðru hvoru segist Sunna vilja flytja norður en í dag segir hún að það sé ekki að RÆÐA það að fara.
Auðvitað reynir hann að blikka hana með allskonar gylliboðum og þar með talið að hún geti fengið skíði og farið að skíða fyrir norðan ef hún vill flytja með honum.
Sunna horfði á pabba sinn í örfáar sekúndur og sagði svo hneyksluð;
"Bíddu nú við....þú ert ALLTAF að segja að það sé svo hlýtt og gott verður fyrir norðan að snjórinn hlýtur þá að bráðna um leið og hann lendir svo það GETUR EKKI VERIÐ SNJÓR Á AKUREYRI!"
Stefán minn átti ekki hálft svar við þessu
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.