7.2.2007 | 08:59
Viðkvæmt en þarft málefni
Ég verð nú bara að viðurkenna það að maður er agndofa eftir að Kastljósið dró fram Breiðuvíkurmálið. Þetta er skelfilegt hvað þessir drengir hafa mátt þola. Enn skelfilegri er sú tilhugsun að Barnanefndarmenn viss af þessu en aðhöfðust ekkert. Ekki síður skelfileg tilhugsun að æðstu toppar landsins á þessum tíma vissu þetta en aðhöfðust ekkert. Hvar er manngæskan? Hvar er réttlætið? Var réttlætinu framfylgt að láta frekar erfiða drengi (sem í dag myndu fá lyf/aðstoð vegna ofvirknis/athyglisbrests) á slíkan stað sem þennan til þess eins að brjóta þá niður andlega séð svo þeir verði ófærir um að takast á við lífið?
Eins er Byrgismálið skelfilegt en nær ekki 10% af Breiðuvíkurmálinu. Þessir þættir sem hafa fjallað um þessi málefni sem hafa verið skelfileg hvort sem það er Telmumálið, Breiðuvíkurmálið, Byrgismálið og svo frv. þá finnst mér þeir hafa skilað þessu mjög vel frá sér. Ekkert ósiðlegt eða grimmt heldur einungis dregið fram sannleikann eins og hann er.
Það eru ekki allir á sama máli hvað varðar þessi viðkvæmu mál. Auðvitað sýnist sitt hverjum eins og alltaf en þessu er ég hlynt. Þetta gæti verið víti til varnaðar á komandi kynslóð.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.