. - Hausmynd

.

Viðkvæmt en þarft málefni

Ég verð nú bara að viðurkenna það að maður er agndofa eftir að Kastljósið dró fram Breiðuvíkurmálið. Þetta er skelfilegt hvað þessir drengir hafa mátt þola. Enn skelfilegri er sú tilhugsun að Barnanefndarmenn viss af þessu en aðhöfðust ekkert. Ekki síður skelfileg tilhugsun að æðstu toppar landsins á þessum tíma vissu þetta en aðhöfðust ekkert. Hvar er manngæskan? Hvar er réttlætið? Var réttlætinu framfylgt að láta frekar erfiða drengi (sem í dag myndu fá lyf/aðstoð vegna ofvirknis/athyglisbrests) á slíkan stað sem þennan til þess eins að brjóta þá niður andlega séð svo þeir verði ófærir um að takast á við lífið?

Eins er Byrgismálið skelfilegt en nær ekki 10% af Breiðuvíkurmálinu. Þessir þættir sem hafa fjallað um þessi málefni sem hafa verið skelfileg hvort sem það er Telmumálið, Breiðuvíkurmálið, Byrgismálið og svo frv. þá finnst mér þeir hafa skilað þessu mjög vel frá sér. Ekkert ósiðlegt eða grimmt heldur einungis dregið fram sannleikann eins og hann er.

Það eru ekki allir á sama máli hvað varðar þessi viðkvæmu mál. Auðvitað sýnist sitt hverjum eins og alltaf en þessu er ég hlynt. Þetta gæti verið víti til varnaðar á komandi kynslóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 259684

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband