15.2.2007 | 17:54
ný orðatiltæki
Ég er að vinna með breskum arkitekti sem hefur búið hér í fjölda ára en á samt erfitt með stafsetningar á íslensku (hver á ekki í þeim vanda? ) nema að það hentar kannski ekki mjög vel í hans stöðu að vera dálítið "heftur" í rituðu máli.
Ég og vinkona mín höfum oft skemmt okkur yfir þessum ritvillum hjá honum og höfum ákveðið að seetja upp svona nokkurskonar orðabók og skíra hana "Marteiníska orðabókin" (hann heitir semsagt Marteinn). Þessi Breti er óskaplega formfastur og kurteis maður með eindæmum svo það má lítið út af bera til að hann fari alveg í kleinu aumingja maðurinn. Hann má ekki heyra kvenfólk klæmast eða vera með tvíræðar setningar svo auðvitað hagar maður sér eins og fífl þegar hann er nálægt bara til þess eins að hann fari hjá sér .
Í eitt skiptið var ég að fara yfir verkefni með honum og hann bað mig um að hjálpa sér. Ég leit á þetta í fljótu og var ekkert að lesa allan textann og sagði svo við þann breska að allt væri í lagi, hann gæti sent þetta til byggingafulltrúans. Hann byrjaði að undirbúa útprentun en fyrir þá sem ekki vita þá þarf byggingarfulltrúinn að fá allt í þríriti og allar teikningar eru settar á fund og fullt af fólki fara yfir teikningarnar til að ákveða hvort eigi að samþykja þær eða hafna. Ég leit svo á teikninguna rétt áður en hann labbar út úr dyrunum og sá mér til mikillar skelfingar að það var herfileg villa í skjalinu. Þetta var semsagt stórt fyrirtæki með 6000 fm byggingu og á efrihæðinni eru skrifstofur, kaffistofur og starfsmannasvæði nema að þar sem starfsmannasvæðið var, var skrifað hvað það svæði var og hjá honum hét þetta starfsmanna sæði . Aumingja maðurinn missti sig og bugtaði og beygði, lagðist á hnéin og þakkaði mér fyrir að hafa tekið eftir þessu í tæka tíð. Mér var náttúrulega dálítið skemmt sérstaklega þar sem mitt nafn kom hvergi við á þessari teikningu
Svo var annað skiptið sem ég andaðist úr hlátri þegar hann var að setja upp flóttaleiðir á stóru húsnæði (einnig til að senda til byggingafulltrúa) og í stað þess að hafa þetta sem flóttaleiðir hét þetta útrýmingaleið . Aumingja maðurinn á sér ekki viðreisnar von. Svo var það í eitt skiptið sem viðskiptavinur kom á skrifstofuna til þess að láta arkitektinn skrifa undir teikninguna. Þetta var afskaplega fín frú í flottum pels og ók um á 8 millj. kr jeppa. Þegar hún kom inn um dyrnar stóð hann upp eins og sannur herramaður, gerði sig herðabreiðann og sagði svo háum róm: "jæja, á ég að skrifa uppundir"
Ef ég hef ekki skemmt mér vel í vinnunni....þá hefur ENGINN gert það
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 260128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ég skil hann svo vel... ég veit ekki hversu oft ég hef gert mig að "fífli" hér í Svíþjóð. (Núna skeður það sjaldan )
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.2.2007 kl. 22:40
LOL
Frábær hahhaa, ég vil vinna á sama stað og þú :D
Eva Sigurrós Maríudóttir, 22.2.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.