. - Hausmynd

.

Incredible woman

Það gekk nú kannski ekki allt upp í gær sem átti að ganga upp Pouty. Ég átti að hitta einkaþjálfann minn kl 8:30 og vera þá búin að hita upp í 15-20 mín. Ég kepptist við að koma liðinu út á réttum tíma svo ég fengi ekki refsingu fyrir að mæta of seint. Tók til í töskuna mína, leikskólatöskuna hennar Sunnu og var með auka poka líka. Passaði upp á hádegisnestið mitt og svo frv. Henti öllu út í bíl og þar með talið krökkunum og brunaði af stað. Var orðin of sein svo ég vissi það að ég þyrfti að taka út refsingu hjá þjálfanum en hún felst aðallega í því að taka róður á sem skemstum tíma. GetLost

Ég legg fyrir utan Sporthúsið og hentist afturí til að ná í töskuna mína.......en þar var ENGIN taska W00t. Í hamagagninum gleymdi ég að setja mína tösku í bílinn....hún var ENN í fortofunni Frown. Ég sendi þjálfanum SMS og sagði honum hvað hefði gerst og ég LOFAÐI að bæta þetta upp. Ég sný við súr yfir þessum ósköpum en ég var í í þróttafötunum en vantaði bara skóna. Ef ég hefði verið með skóna mína hefði ég skellt mér í ræktina og farið svo bara heim í sturtu og mætt fersk í vinnuna en auðvitað voru skórnir í töskunni. Crying

Stefán minn lenti svo í útkalli þessa nótt svo hann svaf sínu græna heima og ég vildi ekki hringja í hann og vekja hann þar sem ég hafði ekki hugmynd um það hvenær hann kom svo aftur heim. Þessi elska hringir svo um tíu og ég bið hann um að koma með töskuna mína í vinnuna þar sem ég var enn í íþróttafötunum. Ég ætlaði þá bara að skella mér í ræktina eftir vinnu (þó svo að ég hati að fara á þeim tíma). Í hádeginu var ég svo beðin um að færa bílinn minn þar sem flutningabíll þurfti að komast að. Ég greip þá bara töskuna mína og skellti mér í ræktina í hádeginu. Ég fór og puðaði eins og brjálæðingur og hætti ekki fyrr en það mátti vinda hverja flík utan á mér Joyful. Var semsagt ótrúlega dugleg. Svo skelli ég mér í sturtu og þegar ég fór að klæða mig, uppgötvaði ég að ég gleymdi hreinum brókum W00t. Ég varð NETT pirruð yfir því og ég segi það sko EKKI hvernig ég tæklaði málið Angry.

Endur nærð fór ég aftur í vinnuna og lagði pirringinn á hilluna, alsæl yfir því að hafa drattast í ræktina þrátt fyrir mótlæti. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jessssssssssssss !

DA (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 259763

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband