. - Hausmynd

.

Þetta var SAMT vont!

Ég var búin að lofa litlunni minni fyrir næstum ári síðan að ef hún væri ákveðin í því að fá göt í eyrun þegar hún ætti fimm ára afmæli, skyldi ég fara með hana á afmælisdeginum hennar og setja göt í eyrun. Hún hefur tönglast á þessu alla tíð síðan og svo í gær þá var hún enn harð ákveðin í að fá göt svo við skunduðum á Hárgreiðslustofuna á Klapparstíg (eftir ábendingu vinkonu minnar) og báðum um göt. Okkur var afhent spjald með hátt í 60 eyrnalokkum sem barnið mátti velja úr og tók það hana ca 10 sek að ákveða sig. Ég reyndi að testa þessa ákvörðun hennar með því að benda á eitthvað annað og reyna að snúa út úr en daman lét ekki gabbast og benti alltaf á sömu lokkana.

Okkur var boðið sæti fyrir innan þar sem þessi götun fer fram og ég látin kvitta á eitthvert blað um að þetta væri af fúsum og frjálsum vilja og jarí jarí jarí. Svo var merkt fyrir götunum, þau tóku sér stöðu sitt hvoru megin við hana og svo var byssunni mundað og talið niður og á einum skutu þau bæði í einu í sitt hvort eyrað. Krakkinn fraus á staðnum, leit á mig ringluð og heimtaði að fá að fara í fangið á mér. Ég sá að henni leið ekki vel og spurði hvort þetta hefði ekki verið í lagi, hún svaraði með kökkinn í hálsinum: "mamma, þetta var SAMT vont". Það var spurning hvor átti erfiðara, ég eða barnið. Það féllu örfá tár, svo leit hún í spegilinn og varð alsæl að sjá erynalokkana. Í verðlaun fékk hún sleikjó sem hún varð ekki minna hrifin af. Frábær þjónusta hjá þeim á Klapparstígnum. Joyful

Heim skunduðum við mæðgur, ég fór að undirbúa afmælisveisluna, hún að leika sér að dótinu sem hún fékk frá okkur foreldrum og systrum. Afmælisgestir tíndust inn einn og einn og ekki leið á löngu þar til allir voru komnir og byrjað að borða. Sunna saknaði samt tvíburanna sem hún var svo spennt að hitta en var lofað að þeir kæmu fljótlega í heimsókn í staðinn. Hún sættist á þá hugmynd. Smile

Afmælið heppnaðist mjög vel og rétt um kl 20 tæmdist húsið og ég ákvað að skella mér í blak þar sem það var æfingaleikur við Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Mér finnst þetta svoooo skemmtileg íþrótt, sérstaklega þar sem mér finnst ég vera í hinu fullkomna liði....liðsandinn í okkar hóp er frábær og frábærar stelpur í þeim hóp. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband