30.3.2007 | 13:25
ömmu og afa dagur
Já, það er ömmu og afa dagur í leikskólanum hjá Sunnu. Amma & afi eru á Akureyri svo ég hringdi í pabba en hann var fastur í vinnu upp á Hellisheiði og amma Rósa fyrir vestan svo það var enginn til að fara til dömunnar. Ég var með hnút í maganum yfir þessu öllu saman svo eftir þennan heimsóknartíma ákvað ég að hringja á leikskólann og athuga statusinn á dömunni. Jú, hún var ekkert að spá í þetta og kippti sér ekkert upp við það að enginn kom í heimsókn til hennar . Mér finnst þetta samt svo sárt að hún fái ekki neina heimsókn, það var danssýning í leikskólanum og ég komst ekki til hennar á þessum tíma og hún var rosalega sorgmædd yfir því að ég kom ekki. Ég ræddi þetta við hana þegar við komum heim og ég sagði henni að ég hefði verið ofsalega sár yfir því að hafa ekki komist, hún faðmaði mig að sér og sagðist alveg geta fyrirgefið mér . Hún er svo ljúf......þegar hún tekur sig til
Það er svo komið á hreint að ég fer með fimleikastelpunum út í lok júlí til Svíþjóðar. Þær eru að fara í æfingabúðir og verða í 10 daga. Það var aðeins eitt foreldri búið að bjóða sig fram og ég var spurð hvort ég gæti ekki farið með, ég lét til leiðast og fer með stelpunum. Ég þarf líklega að taka litla skottið með mér út þar sem leikskólinn er lokaður á þessum tíma en það verður bara að hafa það svo þá er bara að redda Dísinni minni, ekki get ég haft hana eina heima allan daginn. Stefán verður reyndar heima en líklega verður hann að vinna í rútubílaakstri og það gæti verið í einhverja daga í senn svo það þarf að finna einhvern flöt á því. Kemur allt í ljós þegar nær dregur.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.