. - Hausmynd

.

samviskan

Gosh hvað hún getur verið stór partu af lífi manns!

Ég keypti mér páskaegg....eins og ég gaf börnunum, ein ríkisstærð á alla, svo fékk ég óvænt egg frá vinnunni, eitthvað sem ég átti alls ekki von á svo ég eignaðist TVÖ egg þessa páskana. Ég held að það hafi ekki komið fyrir síðan ég var 7 ára eða eitthvað álíka.

Einkaþjálfinn minn sagði við mig í síðasta tímanum fyrir páska að ég ætti að fara heim og NJÓTA páskanna. Ekki stíga á vigtina heldur bara að njóta þess að vera til, við tækjum afleiðingunum eftir páska. Mér hlýnaði mikið um hjartarætur við þessi orð og ætlaði svo sannarlega að njóta þess að vera til með fjölskyldunni minni. Á páskadag vaknaði ég hinsvegar upp við skríkina í krökkunum við að finna eggin sín og þá rifjaðist upp draumurinn um nóttina. Þetta var hálfgerð martröð um að páskarnir gætu farið illa ef ég passaði mig ekki á súkkulaði átinu. Með þennan draum á bakinu fór ég fram að aðstoða börnin við að opna eggin sín. Ég horfði á Stefán opna sitt egg og byrja að smjatta á því. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði fyrst að fá mér hálfan prótein sjeik áður en ég færi í óhollustuna. Ég mixaði mér drykk, settist niður með fjölskyldunni við matarborðið og þegar ég horfði á þau smjatta á sínum eggjum, langði mig ekkert sérstaklega í páskaegg. Ég opnaði hinsvegar minna eggið og las málsháttinn, nartaði eitthvað aðeins í það og pakkaði því svo niður í poka og þar hefur það verið óhreyft síðan.

Mér fannst alveg nóg "svindl" að borða góðan mat bæði á laugardagskvöldið og sunnudagskvöldið að mig langaði bara alls ekki að fá mér meiri óhollustu.

Til að bæta aðeins þessa samvisku, ákvað ég í morgun þegar ég vaknaði að ég færi beina leið á hlaupabrettið í skúrnum og myndi ekki hætta á því fyrr en treyjan yrði það blaut af svita að það væri farið að leka af henni líka. Ég stóð við það, fór á brettið og skokkaði nokkra kílómetra, skellti mér svo í yndislega sturtu og fór og hrærði mér morgunmat.

Mér er búið að ganga allt of vel til þess að eyðileggja prógrammið sem ég hef verið í undan farna 2 mánuði.

Ætli það endi ekki þannig að ég geymi eggin, brýt þau svo niður í mola og býð gestum og gangandi upp á kaffi og súkkulaði með Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ertu ekki bara rosalega stolt af sjálfri þér ? Remember "14" í haust !!!!

 DA

DA (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 259709

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband