19.4.2007 | 22:27
Löng helgi
Ég komst skyndilega að þeirri niðurstöðu að ég gæti sko alveg vanist því að vinna "bara 3 daga vikunnar og fríi í 4!! Leikskólinn er lokaður á morgun svo við mæðgur ætlum að vera í "fríi" á morgun saman. Hún hefur verið óskaplega erfið að fara á leikskólann á morgnana og viljað bara vera utan um hálsinn á mér. Ég veit ekki hvað hljóp í barnið, henni hefur alltaf þótt óskaplega gaman á leikskólanum fram til þessa. Vonandi er þetta eitthvað sem rjátlast af henni fljótlega, ég þoli allavega ekki mikið lengur við sjálf!
Ég mætti að sjálfsögðu í ræktina á miðvikudag og þegar ég hitti þjálfann var hann með "pakka" til mín. Ég fékk semsagt verðlaun fyrir góða mætingu og öflugt hugarfar . Ég gæti alveg vanist því að fá verðlaun sko
Hjólreiðadagur fjölskyldunnar fór fram í dag. Í stað þess að fara í einhverjar þröngar og leiðinlegar skrúðgöngur, skelltum við okkur á reiðfákana og fórum í nettan hjólreiðatúr. Reyndar var þetta 100% gluggaveður....en það er jú SUMARDAGURINN FYRSTI!! Við klæddum okkur bara samkvæmt veðri og hjóluðum smá spotta með famiíuna og að sjálfsögðu voru allir "löggildir" með hjálma
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.