21.4.2007 | 10:52
lang flottust!
Dísin mín var að fara að keppa í fótbolta í morgun og var það ákveðið að ég myndi skutla stelpunum í Gróttu heimilið í morgun. Ég var að fara að vinna svo við urðum að leggja snemma af stað til að ég yrði ekki mjög sein í vinnuna. Þar sem Stefán er að vinna líka, varð ég að taka litla skottið með mér í vinnuna en Stefán ætlar svo að sækja hana í hádeginu.
Við hentumst út kl 9:30 í morgun, ég með mitt hafurtask eins og mér einni er lagið, skellti kerfinu í gang og læsti húsinu. Þegar við vorum komnar langleiðina inn í Reykjavík spyr litla skottið mitt hvar Viktoría sé. Ég hugsa mig um smá stund og fatta allt í einu að hún er SOFAND HEIMA og þjófavarnakerfið í gangi!! Í dauðans ofboði hringi ég í Viktoríu en hún var að sjálfsögðu sofandi og heyrði ekkert í símanum. Ég var farin að fá pínu panik-kast og fór að velta því fyrir mér hvernig ég geti aðvarað hana. Skyndilega hringir daman til baka, hálf sofandi og ég segi við hana hvað ég hafi gert. Hún hló bara að þessu....ég vona að hún hafi meðtekið skilaboðin
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.