10.5.2007 | 17:19
Eurovision
Jæja, nú eru ekki nema rétt tæplega 2 tímar í Evróvísíjón. Ég var nú kannski ekki allt of sátt við lagið okkar en úr því að það fór, þá er það bara fínt (pínu Pollyönnu stíll). Ég sit nú samt alveg föst á því að það fari ekki upp úr forkeppninni í kvöld....en EF svo ólíklega vill til að það komist upp úr forkeppninni, verður það mjög neðarlega í úrslitum í aðalkeppninni . Þetta er ekki sagt í einhverri illsku eða neitt þannig, málið er bara að við erum svo "ein í heimi" og við eigum engin landamæri að okkur til að múta svo við verðum dálítið afskekkt fyrir vikið. Ég get nú ekki alveg dæmt um það hvaða lag mun bera sigur úr býtum en miðað við hvað Úkraína er flott finnst mér ekki ólíklegt að þeir deili sæti á topp 5. Úkraína er sko með pottþétt sjó, svona miðað við myndbandið allavega.
Mér finnst það stór merkilegt að tvær dragdrottningar séu á sviðinu í þessari keppni en mikið finnst mér þessi dani vera lásí....svona miðað við þennan úkraínumann...eða konu....eða skiptir ekki!!
Það er svakaleg flóra af lögum í keppninni. Allt frá "pissupásulagi" í "algjörtmöstaðhorfalag". Eiki okkar er mjög sterkur og öflugur söngvari þó svo að mér finnist þessi texti alveg mega missa sín...en það er mín skoðun. Það verður gaman að sjá hvar við endum svo eftir allt.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.