. - Hausmynd

.

Partý.....eða....!

Við héldum veislu um helgina. Fengum kokk til að standa í því að grilla ofan í mannskapinn. Sjáum sko ekki eftir því.

Stefán fór og tjaldaði risa partýtjaldi á lóðinni. Fengum það gefins frá einum sem hafði nýlega haldið upp á fimmtugsafmælið sitt. Ég þráaðist við, vildi tjalda því þar sem við áttum von á um og yfir 30 manns. Stefán vildi meina að það væri ekkert mál að koma því fyrir í stofuna (sem var svosem alveg rétt). Það var rok þegar Stefán tjaldaði tjaldinu og það var enn rok þegar búið var að tjalda því.....eða það náðist aldrei að tjalda því almennilega....rifnaði alltaf upp aftur!! Auðvitað fór allt að gefa sig og áður en veislan hófst hafði tjaldið rifnað á nokkrum stöðum, súlur farnar að brotna svo Stefán mátti til með að hlaupa út reglulega og teipa súlurnar saman, kósar rifnuðu út úr götum, plastgluggar á hliðum farnir að rifna, stögin á tjaldinu öll farin að gefa sig Woundering. Stefán sagði það að ef þetta tjald myndi enn standa áður en afmælið byrjaði, yrði það þvílík hamingja! Og ég sem ætlaði að bjóða í annað partý næstu helgi Crying. Jæja, en víst við gátum látið 35 manns sitja í stofunni þá hljóta 15 "brjálaðar" blak-kerlingar geta setið við stofuborðið mitt Wizard

Þetta lukkaðist allt ljómandi vel og var ótrúlega gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn. Stefán minn fékk mjööög mikið í afmælisgjöf og var fjölbreytni gjafanna alveg á við afmæli sjötugs manns Tounge Hann fékk til dæmis: Koníak, KOníak, KONíak, KONÍak, KONÍAk og svo KONÍAK, viskí, VIskí og svo veiðidót. Það er alveg á hreinu að mínar óskir komu ekki í gegn Halo. Hann fékk reyndar tvö veiðihjól, bæði hjólin ætluð á kaststöng svo nú þarf bara að hugsa hvoru hjólinu hann ætli að skipta. Bæði hjólin virðast mjög vönduð og fín svo valið verður erfitt.

Allan laugardaginn var Stefán að snattast fram og til baka á fína jeppanum sínum með einkanúmerinu að sækja stóla og grill. Svo kemur hann til mín í sótfúll í pirruðu skapi (ekki síst út af tjaldinu FÍNA) og segir mér að jeppinn sé bilaður...má ekki keyra hann...e-r hosu.....pakkning....dós....legur eða hvað þetta heitir allt saman sé farið. Olía leki af og jaríjaríjarí. FRÁBÆRT! Ég vildi bara panta tíma í viðgerð A.S.A.P en hann benti mér á það að þetta væri DÝR pakki... ég eins og ljóska spurði hvort þetta væri 30-40 þús! Hann horfði á mig eins og ég veit ekki hvað og sagði ef þetta væri málið væri þetta einfalt, ég gæti margfaldað þessa tölu með ca 5-10 GetLost.

Ég sá þá bara fyrir mér að fara á hjóli í vinnuna næstu daga....viku...eða jafnvel mánuði. Er ekki alveg að sjá það fyrir mér að geta borgað 300.000 í viðgerð akkúrat núna....svo mikið framundan hjá mér. Blush Stefán ætlar að reyna við þetta sjálfur...en vara hlutirnir eru víst mjööööööög dýrir. Kemur í ljós.

Ég er búin að staðfesta stelpuferðina til Orlando í ágúst. Fljúgum fyrst til Baltimore og tökum tengiflug til Orlando, leigjum bíl og keyrum til Kissimee þar sem við erum búnar að leigja okkur disney-villu í viku. Gosh...þetta verður svona "shop til you drop" ferð Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 260128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband