6.6.2007 | 14:35
stolt móðir
Í gær var Viktoría mín að útskrifast úr grunnskóla. Það voru veittar verðlaunir fyrir eitt og annað og þá sérstaklega fyrir stærðfræði, Íslensku og dönsku og svo voru verðlaun veitt fyrir íþróttir. Viktorían mín var nú ekki beinlínis í bóklegu fögunum en hún fékk verðlaunin Íþróttakona Álftanesskóla . Hún fékk bókaverðlaun og farandbikar sem búið var að merkja nafnið hennar á. Ég var nú ekkert smá stolt af prinsessunni minni. Skólastjórinn minntist á það að þegar Viktoría var í 7.bekk, þá hefði hún unnið titilinn "Járnkerling" og Guðmundur Heiðar bekkjabróðir hennar unnið "Járnkarlinn" það ár. Nú, 3. árum síðar, þá standa þau tvö aftur uppi sem sigurvegarar sem Íþróttakona og Íþróttamaður Álftanesskóla 2007.
Víkurfréttir tóku myndir og var okkur sagt að það kæmi klausa um þetta í næsta blaði frá þeim.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
hæhæ til hamingju með prinsessuna!! knúsaðu hana frá mér
Ólöf Helga (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.