12.6.2007 | 15:13
AAAAAARRRRRG!
Ég get svo svarið fyrir það að ég var í manndrápsskapi í gær . Ég ákvað að vera ekkert að blogga fyrr en ég róaðist niður til að ná pínu sönsum.
Ég hringdi í vinkonu mína og ákvað að notfæra mér það að pabbi hennar er læknir. Bað hana um að spyrja hann út í Viktoríu. Ég lýsti þessu öllu saman fyrir henni og hún ætlaði að hafa samband við hann. Ég fæ svo fréttir nokkru síðar að ég ætti bara að fara með hana til læknis eins fljótt og auðið er. Ég ákvað að hlýða því og hringdi á Sólvang og bað um næsta LAUSA lækni, semsagt vildi fá tíma sem fyrst. Jú, ég fékk tíma 2 dögum síðar, gaf upp kennitöluna hennar en þá kom babb í bátinn. Hún hafði verði skráð á annan lækni sem væri hættur þarna og ég mætti einungis tala við þann lækni út af henni!!! Ég spyr hvort það sé VIRKILEGA þannig að ég MEGI ekki panta tíma hjá öðrum lækni þar sem EINHVER hefur tekið sér það bessaleyfi að skrá hana hjá ÖÐRUM lækni!!! Jú, kerlan í símanum taldi það vera þannig. Ég benti henni á að ég hafi ALDREI skráð hana hjá öðrum lækni og annað hvort hafa þær ákveðið að losa sig við hana eða einhver mistök hafa orðið þar sem ég hef ALDREI heyrt af þessum lækni áður. Hún sagðist ekki ætla að rífast við mig, svona væri þetta og nú yrði hún að slíta sambandinu. Með það var skellt á. Ég varð að sjálfsögðu arfa vitlaus yfir þessum helv$%&/ meðferð á manni, maður er eins og kartöflusekkur sem er þeytt til og frá og komið fram við mann eins og annars flokks manneskju í þjóðfélaginu.
Ef einhver hefði veifað rauðri druslu fyrir framan mig hefði ég örugglega stokkið upp og stangað af fullum krafti, svo pirruð var ég. Ég ákvað að róa taugarnar og hringja þá á þennan stað sem þessi viðkomandi "heimilislæknir hennar" var með aðsetur og fékk ég tíma 2 tímum síðar. Ég fór með jákvæðu hugarfari.....eða dálítið blendnu....OK...ég skal viðurkenna það að ég fór með því hugarfarið að ef þessi manneskja hefði EITTHVAÐ misboðið mér, hefði ég misst mig við hana!!
Raunin varð sú að þessi læknir var svo indæl, hlustaði á okkar sögu og tók hana í mjög ítarlegt test. Við vorum alveg sammála því að þetta væri líklega bara mígreni sem hún væri með. Það er það sem ég vissi svosem en vildi líka vita hvernig best væri að tækla það þegar það kemur upp. Þegar hún heyrði svo að hún vaknar oft með dúndrandi höfuðverk fölnaði hún. Þá væri málið orðið alvarlegra og vildi fá hana í heilaskanna strax.
Ég hef svo samband við skiptiborðið í Domus og daginn eftir fengum við tíma og það bara fyrsta tímann. Ég hef grun um að þegar beðið er um heilaskönnun, sé það sett í forgang vegna þess að hún gat ekki gefið mér tíma fyrr en hún var búin að taka niður beiðnina og hvað átti að skanna.
Semsagt kl 8:50 í fyrramálið fer hún í skannann. Ég hef nú grun um að þetta sé ekkert merkilegt, "bara" þetta mígreni...eða ég vona að það komi ekkert annað en það út úr þessu.
Until to morrow Njótið veðurblíðunnar...það ætla ég að gera...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.