27.6.2007 | 08:28
Grasið grænna hinumeginn við árbakkann
Þeir sem á annað borð stunda svona ólöglega viðskiptahætti, eru bara engin vorkunn þó svo að þeir þurfi að dvelja í ömurlegum fangelsum eins og í Brasilíu. Þeir kölluðu þetta yfir sig, vissu að þetta væri bannað og einnig áttu þeir að vita það að refsingar eru harðar gagnvart fíkniefna smyglurum. Mér finnst ekki að íslenska þjóðin eigi að gjalda fyrir þetta og borga þá heim. Ég segi og stend við það, leyfum þeim að þjást úti. Þeir sóttust í þetta sjálfir.
Þrír fangelsaðir í Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
já.. og ef þú ferð út af hreinu og beinu brautinni færðu bara vonandi að þjást líka.. ekki satt???
..... (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:05
Hver aldi þig upp ?
Já ok leyfum þeim bara að þjást þarna úti.. Leyfum þeim bara að vera nauðgað í 5-10ár ef þeir ná að lifa 1/4 af vistinni.. Sem er ekki mjög líklegt..
Íslendingur tekinn með dóp, látum hann bara sitja inni með helstu barnaníðingum, nauðgurum, morðingjum og glæpamönnum brasilíu. Hann vissi örugglega að þetta mundi gerast þegar hann fékk sér í fyrsta skiptið, heldurðu það ekki ?
Þessi frétt segir ekki mikið um þennan mann.. Bara að hann hafi verið tekinn þarna með eiturlyf, ekki hvort þetta var góður maður sem leyddist útaf brautinni, hvort foreldrar og fjölskylda stráksins(sem eiga mjög líklega aldrei eftir að sjá hann aftur) séu að lesa alla skrifa "dópisti sem sá þetta koma og átti að vita þetta"
Sorry en mér finnst þú ekkert skárri en þetta lið.
bjartur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:30
já, ég geri ráð fyrir því að ég fái að þjást líka ef ég fer út af beinu brautinni. Maður má ekki missa sjónar af stígnum, annars gæti farið illa.
Munurinn á dóp-díler og morðingja er ekki svo ýkja mikill, nema hvað það varðar að dóp-dílerinn drepur barnið þitt hægt en morðinginn gengur hreint til verks og klárar málið fljótt.
Ég þekki dópista en sá dópisti er ekki díler, heldur fær manneskjan sér sprautu reglulega, ég vorkenni þessar manneskju ekki neitt þó svo að ég þekki manneskjuna vel. Ekki þáði einstaklingurinn hjálp þegar hún bauðst svo ég get ekki vorkennt þessum einstakling.
Þessa smyglara þekki ég ekki neitt en mér finnst alveg í lagi að taka hart á svona stóru smygli. Það ætti að vera víti til varnaðar.
Helga Linnet, 27.6.2007 kl. 10:24
Helga, ég er þér svo innilega sammála.
Ísland og aumingjadýrkun eru samofin. Fólk fyllist heilagri vandlætingu þegar að börnin eru tekin af dópista foreldrum, aumingja foreldrarnir. Dópisti deyr í slagsmálum við lögreglu, "afhverju lætur lögreglan menn ekki fá að rasa út þangað til æðið er runnið af þeim. Berðu ábyrgð á gerðum þínum, það er langur vegur á milli þess að verða fyrir óláni og að velja það að neyta og selja eiturlyf.
Eitulyfjasalar/smyglarar og aumingjar sem nauðga börnum, konum og öðrum minni máttar eiga skilið að það sé tekið hart á þeim, fórnarlömbin eiga samúðina og stuðninginn skylinn. Það þykist ég viss um að foreldrar þeirra sem áttu að kaupa kókaínið af þessum "ólánsmanni" gráta það ekki að hann komi ekki heim í nokkur ár. Fjölskylda þessa manns eiga samúð mína, hann á hana ekki.
Á Íslandi geturðu stungin fólk með hnífi, hellt yfir það bensíni, kveikt svo í húsinu og samt telst ekki sannað að þú hafir ætlað að drepa það. Ég trúi því að í Brasilíu þvælist augljós ásetningur ekki fyrir þeim.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:54
Úff, ég myndi frekar kalla það mannúð frekar en aumingjadýrkun þegar fólk hugsar með hryllingi hvað bíður þessa unga manns þarna í fangelsinu úti.
Marta (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:47
"Munurinn á dóp-díler og morðingja er ekki svo ýkja mikill, nema hvað það varðar að dóp-dílerinn drepur barnið þitt hægt en morðinginn gengur hreint til verks og klárar málið fljótt." Mjög léleg líking finnst mér..
Þegar morðingjanum er stungið í steininn þá kemur ekki nýr strax á eftir þér. Þegar maðurinn sem þú ætlar að kaupa dópið þitt af er tekinn, heldurðu að það hafi einhver áhrif á neytendurna ? Markaðurinn hérna er alltaf yfirfullur af sterkum efnum, sem þeir geta ekki og eiga ALDREI eftir að geta náð.
Síðan er ekki mikið af dílerum sem halda byssu við hausinn á þér og segja þér að dópa, og morðingjarnir eru ekki að bjóða fólki að vera myrt, líkt og dealerarnir bjóða neytendum dóp.
bjartur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:57
"Eitulyfjasalar/smyglarar og aumingjar sem nauðga börnum, konum og öðrum minni máttar eiga skilið að það sé tekið hart á þeim,"
Ég bara trúi ekki og skil ENGANVEGIN hvernig þú getur borið eiturlyfjasala og barnaníðinga saman.
Og já aumingjadýrkun ? Ertu að segja mér að hann eigi skilið að fara þarna inn ? Er það réttlætanlegt að senda mann þangað fyrir að smygla ? Get sagt þér það að ef hann á eftir að sitja þarna inni, þá á hann ekki eftir að lifa helminginn af tímanum af. Fólk sem hefur ekki samúð með fólki sem sent er svona út í dauðann á ekki skilið að lifa að mínu mati.
bjartur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:06
Bjartur, þekkir þú eitthvað til? Ef þú þekkir til einhverra þessara þriggja manna sem nefndir eru í fréttinni, máttu alveg koma með söguna þeirra. Við vitum ekki hver grunnur þessara manna er, hvort þetta hafi verið þeirra fyrsta brot eða hvort þeir stundi þetta að smygla eiturlyfjum.
Ég er ekki að setja alla í eitt hólf, nauðgari er ekki það sama og eiturlyfjasali eða barnaníðingur er ekki það sama og morðingi en vissulega má sjá eitthvað sameiginlegt með þessum einstaklingum sem fremja voðaglæp. Voðaglæpur hjá mér er einn hattur og svo skiptist hann í ákveðin hólf.
Ég veit um nokkra krimma hérlendis sem allir eiga það sameiginlegt að stunda glæpi. Eftir hvern dóminn á fætur öðrum sleppa þeir aftur í samfélagið og halda sinni iðju áfram. Okkar dómskerfi er engan vegin nógu öflugt til að taka á erfiðustu einstaklingunum, en það eru þeir sem ánetjast glæpnum og gera þetta alltaf aftur og aftur.
Hver man ekki eftir manninum í fangelsinu í í Bandaríkjunum? Sigmar tók mjög vel á því máli og fékk alla þjóðina til að standa á öndinni út af þessum dreng. Hann átti það alveg skilið að vera refsað fyrir sínar gjörðir en mér fannst þessi refsing vera full hörð miðað við glæpinn. Það þarf alltaf að hugsa um hver glæpurinn er og hvort um síbrotamann sé að ræða eða einstakling sem misstígur sig í fyrsta sinn á lífsleiðinni.
Þessir einstaklingar sem misstíga sig í fyrsta sinn fá mína samúð en síbrotamenn mega fá harðari refsingu, þeir hafa misst mína samkennd.
Helga Linnet, 27.6.2007 kl. 12:33
"Það þarf alltaf að hugsa um hver glæpurinn er og hvort um síbrotamann sé að ræða eða einstakling sem misstígur sig í fyrsta sinn á lífsleiðinni."
Ef þú hefðir tekið þetta fram í byrjun hefði ég ekki haft neitt á móti þessu.. Gæti ekki verið meira sammála líka að hækka dóma glæpamanna, nauðgara og öllum þeim pakka.
Þekki þetta mál ekki þekki bara hvað það er mikið af "glæpamönnum" sem enda á að þurfa að fara út í pakka sem þeir vilja ekki útaf handrukkurum og stórum fíkniefnasölum. Það var ekki búið að taka neitt fram í greininni um einstaklinginn þannig mér fannst þetta frekar hart að dæma..
bjartur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:57
Bjartur, eiturlyfjasalar, nauðgara og barnaníðingar eiga það sameigilegt að skeytingarleysi þeirra í garð fórnarlamba þeirra er algert, þess vegna eru þeir í sömu setningunni. Þeim er sama um þig Bjartur, hvort þú lifir eða deyrð, þeim er jafnvel meira sama um líf mitt en þér. Ólíkt þér þá finnst mér það fólk sem er með aðrar skoðanir en ég ekki eiga það skilið að drepast fyrir skoðanir sína einar, ólíkar skoðanir gera lífið skemmtilegt. Þó svo að þú hafir aðrar skoðanir en ég, þá ætla ég að vona að þú lifir góðu lífi og að þú kynnist aldrei óeðli þessara manna af eigin raun. Ég vill harða viðeigandi refsingju, fyrir þá sem samviskulaust níðast á öðrum sér til fjár, ánægju og yndisauka. Malagafanginn, gamalt mál, átti marga stuðningsmenn eins og þig sem greiða vildu götu hans inn í íslenskt samfélag og höfðu miklar áhyggjur af aðbúnaði hans í spænsku fangelsi, hann kom að lokum heim og framdi morð. Ég vona að þessi maður feti ekki í fótspor hans. Mín samúð og mannúð er með fórnarlömbunum, ekki gerendunum.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.