. - Hausmynd

.

Ofurnæmi!!

Við ákváðum að fara í "smá" bíltúr á laugardaginn. Bara svona til að gera eitthvað. Við tókum veiðistöngina með til öryggis, ef manni dytti það til hugar að dýfa stönginni í vatnið.

Við fórum á Úlfljótsvatn en þar var svo mikill mývargur að við snérum við með gubbuna í hálsinum Sick þá var ákveðið að fara í dýragarðinn Slakka. Það var náttúrulega brilliant veður svo við dóluðum okkur þar í dágóða stund. Litla skottið lét sig ekki fyrr en hún fékk að halda á kettlingi. Ég ákvað að aðstoða hana við þann gjörning og eini kötturinn sem var á "lausu" var algjört óargadýr. Ég hugsaði með mér að maður léti ekki svona lítið gerpi á sig fá og greip köttinn og lét í fangið á Sunnu. Ekki vildi hann vera þar og var hún komin í ógöngur með þetta allt saman, sérstaklega þar sem við mæðgur vorum frekar fáklæddar og klærnar frekar beittar á svona kvikindi! Ég gríp köttinn þegar hurðin á kofanum opnast en þá sá kötturinn að hurðin var opin á var harðákveðinn í því að sleppa og með það sama spólaði hann sig (í orðsins fyllstu merkingu) lausan. Það blæddi vel úr hendinni á mér á NOKKRUM stöðum en um leið fann ég að ég fékk ofnæmisviðbrögð. Ég flýti mér út úr kofanum með grenjandi krakka í eftirdragi og lít svo á höndina þar sem blóðið lak út og sá að ég var farið að bólgna upp. Við förum þá í sjoppuna og ég bið um sótthreinsi spritt til að minnka kláðann og hægja á bólgunni í hendinni.

Við (eða altso ÉG) ákváðum að nú væri nóg komið og fórum bara út úr dýragarðinum, Sunnu til mikillar armæðu GetLost

Renndum okkur í Berjaholtið, þar grilluðum við með vinafólki okkar. Bólgan hjaðnaði um 4 tímum síðar og eftir standa kattaklór, víð og dreif um handlegginn á mér Crying.

Þetta var ENN ein sönnunin fyrir því að ég HEF ofnæmi fyrir köttum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband