. - Hausmynd

.

ágætis byrjun

á ferðalagi!

Lögðum af stað upp í Þórsmörk með vinafólki okkar sem er á jeppa líka. Þau höfðu aldrei komið í Þórsmörkina svo það var um að gera að jeppast aðeins og fara. Við pöntuðum okkur smáhýsi í Smáratúni í Fljótshlíð.

Haldið var af stað uppúr kl 10 í morgun. Komið við í Bónus að ná sér í eitthvað á grillið og drykki á mannskapinn. Ákveðið var að hittast á Hvolsvelli þar sem hitt parið þurfti að erindera í Breiðholtið.

Við erum komin rétt upp fyrir Litlu Kaffistofuna þegar þessi svakalegi reykur gýs upp af bílnum og hann drepur á sér.....út á miðri "hraðbrautinni" Crying.

Hazardinn var kveiktur um leið og Stefán hljóp út úr bílnum og opnaði húddið á jeppanum. Ég hentist aftur í skottið og náði í neyðar þríhyrninginn og við hlupum með hann lengra frá bílnum og settum á hliðarlínuna.

Hringjum í hitt parið sem var komið að Hveragerði og báðum þau að snúa við. Hringdum í Vöku bíla og báðum um pallbíl til að taka jeppann uppá. Því næst hringdi ég í pabba og bað hann um að sækja okkur.

Eftir smá ígrundun komst Stefán að því að líklega er vélin farin í bílnum W00t

Ég var sko ekki sátt við þetta. Maður er ekki að kaupa jeppa upp á fleiri milljónir og hann endist okkur í 2 1/2 ár og ekki ekin nema 100.000 NEI TAKK. Við létum Vöku fara með hann beint á Ingvar Helga....hann verður þeirra höfuðverkur Angry

Erum semsagt bara komin heim aftur. Ætlum bara að skella okkur í bíó svona til dægrastyttingar og ferðaleysis Frown Langar ekki að vita hvað þessi viðgerð kemur til með að kosta okkur...sérstaklega þar sem það eru ekki nema 4 vikur í brúðkaupið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband