20.8.2007 | 00:39
Sjúkdómsgreiningin
Þegar ég var komin á völlinn og um það bil að taka fyrsta sopann af Brísernum sem DA splæsti hringdi síminn. Á línunni var tilvonandi eiginmaður minn að tilkynna mér það að búið væri að sjúkdómsgreina Patrolinn. Þess skal getið að Patrolinn okkar er keyrður rétt rúmlega 100.000km en varð 6 ára í lok júní í ár. Ekki mikil keyrsla en við spörum hann ekki.
Niðurstaðan var sú að vélin væri farin. Það sem hefði farið var stimpill sem kom "gat" á (eða e-ð álíka) en það væri þekkt vandamál í Patrol bifreiðum sem þessum. Ég var um það bil að hoppa hæð mína af gleði, vitandi það að þetta var þessi galli sem vitað er um og við fengjum þetta allt saman bætt og allir í góðu skapi. En þá hrundi allt....nei...bíllinn varð 6 ára í lok júní en þeir taka bara ábyrgð á þessum tiltekna galla í 6 ár.
Ég spurði Stefán ítrekað hvort þeir neituðu að taka þetta að sér þar sem bíllinn er einum MÁNUÐI eldri en 6 ára??????? Já, það var rétt. Þetta fer algjörlega út af okkar reikning þessi viðgerð á bílnum þar sem það er liðinn mánuður af þessari "ábyrgð".
Ég ákvað að róa mig aðeins og spurði svo hvort búið væri að gefa út viðgerðaráætlunarkostnað. Jú, það var búið. Þeir hjá Ingvari Helga sögðu þetta tjón upp á 870.000kr . Við þessi orð varð mér allri lokið. Ég var á vellinum, búin að tjekka mig inn til ameríku...og þá skellur þetta á.
Ekki bara að bíllinn hafi bilað. Ég á leið til ameríku og ný komin frá Svíþjóð og svo við að gifta okkur í næsta mánuði.....úff..það var að líða yfir mig þarna.
Það var aðeins um tvennt að gera.....annað hvort að láta þetta lita ferðina og ég brjóta vísakortið á vellinum eða bara sleppa sér lausri!
Gettu hvort ég gerði!?!?!?!?!
Stefán átti samt áframhaldandi fundi við IH og þeir voru voða sorrý yfir þessu (kannski ekki jafn sorrý og við) en vildu koma til móts við okkur. Niðurstaðan var að við borguðum þeim 500þús og málið er dautt og inn í því var "ný" vél með 2.ára ábyrgð. (ný er sko ný upptekin)
Ég vildi helst ekki fá hann inn á planið okkar aftur og hefði helst vilja losna við bílinn á staðnum. Stefán sagðist ekki vilja það þar sem 2.ára ábyrgð er á vélinni, heldur að halda bílnum í eitt og hálft ár og selja hann svo! Ég spurði hvort sjálfskiptingin væri inn í þessum tveimur árum. Nei, ekki er hún það. ......Fínt...þá seljum við hann NÚNA! Ég get ekki sætt mig við það að borga núna "bara" 500.000 og svo 300.000 eftir 6.mánuði!!! Nei takk.
Ég er enn í voða sorgmæddu skapi yfir þessu....en eins og einhver sagði: "It´s only money". Fínt. Ég er tilbúin til að horfa fram á veginn, taka þessum milljónum sem við þurfum að borga á einu bretti og hlakka til að eignast pening aftur
Some day mun það gerast.....erhaggibara?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ég finn fyrir ógleði þegar ég les þessa færslu... ég samhryggist ykkur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.8.2007 kl. 07:24
En af fara með hann ekki í umboðið ???
Mér tókst allavega að spara e-rja slatta af 100þús köllum eftir rolludrápin mín með því að versla ekki við Heklu
Margrét Linnet (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:14
Þar sem þeir buðu þessi líka ótrúlega góðan "díl", þá kemur það út á svipaða niðurstöðu og að rúnta milli verkstæða og vesenast nema hvað að IH býður 2.ára ábyrgð á vélinni í staðinn. Svo niðurstaðan er að þá er alveg eins gott að þeir klári málið
Helga Linnet, 20.8.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.