. - Hausmynd

.

Sólarvörnin kom upp um mig!

Þegar við vorum komnar í flugstöðina og tilbúnar til að skutla eins og einum Bríser í okkur eða svo, ákvað ég að athuga með góða sólarvörn fyrir mig. Helst vörn sem ver mína ljósu og brunagjarna húð sem jafnframt örvar litafrumurnar til þess að húðin fái samt góðan lit. Ég leitaði í dágóða stund og fann loksins eitthvað voða fansý krem frá Clarins. Hamingjusöm með þennan fund skellti ég mér á kassa til að borga. Jú, ekki var þetta gefins....en vonaðist til þess að þetta væri þá bara þeim mun betra stöff en annað sem fæst Joyful Þetta var að sjálfsögðu innsiglað í poka þar sem ég var jú að fara til USA.

Ég held á þessu fram til stelpnanna sem bíða mín. Ég sýni þeim hamingjusöm þennan fund minn. Ég bið þær um að passa þetta á meðan ég og GEB skutumst inn í Epal. Þegar við komum til baka var byrjað að kalla út í vél. Þær koma á harðahlaupum á móti mér og mér afhent fartölvutaskan sem ég var með í handfarangri. Enn með tárin í augunum yfir því hvað kom út úr viðgerðinni á bílnum löbbum við að hliðinu. Ég var í þungu skapi en sagði við stelpurnar að ég ætlaði bara að vera í 40 mín í viðbót í þungu skapi, eftir það yrði ég í góðu skapi.

Við förum í vélina og fljúgum út. Flugið var gott alla leið.

Við lendum í Baltimore og þar þurftum við að bíða eftir töskunum sem voru frekar fáar Whistling. Við þurftum að færa okkur innar/utar í flugstöðina til að taka tengiflugið til Orlando.

Til að komast inn í þann helming, þurfti að sjálfsögðu að fara í ítarlega vopna leit....vantaði bara að maður þurfti að berstrípast og sýna alla leið upp í öll göt.... Sick. Ég var spurð hvað ég væri að fara að gera í ameríkunni...ég átti erfitt með að finna svarið...ekki gat ég sagt: "I´m going to shop until I drop!" Halo Ég sagðist ætla í "frí"....Tounge Það var tekið gott og gilt og ég fékk að fara í gegn.

Nú þurfti bara að tékka inn töskurnar fyrir Orlando flugið aftur. Við tékkuðum inn stóru töskurnar en ég hélt áfram að vera með mína fartölvu í töskunni. Aftur þurfum við að strippast í gegnum allskonar leitarhlið. Allt í einu er ég stöðvuð! Mér sagt að ég gæti ekki farið lengra!! Þau vildu leita frekar á mér!! W00t Ég var ekki að skilja allt þetta fár og mér var sagt að standa til hliðar á meðan leitað væri í töskunni minni (fartölvutöskunni) Ég var poll-róleg yfir því þar sem ég hafði ekkert að fela en annað kom svo í ljós. Ég var enn með brúnku-sólarvörnina í töskunni....

Ég barðist fyrir því að koma þeim í skilning um það að þetta væri enn innsiglað og vörnin enn í upprunalegum brúsa en allt kom fyrir ekkert. Þeir könnuðust ekkert við eitthvað innsigli og hvað þá Ísland yfir höfuð! Helv#$%& Clarins brúsanum var fleygt í ruslið með öllu því sem fylgdi Angry Andskotans ameríkaninn er ekkert annað en þröngsýnn bjáni. Jæja, það var ekkert við þessu að gera annað en það að sætta sig við það að þurfa að kaupa annan úti, hann myndi eflaust vera líka 300x ódýrari en þessi asnalegi Clarins brúsi GetLost.

Í flugið til Orlando héldum við og allt gekk eins og í sögu þar.

Hver veit nema ég skelli inn fleiri "skemmtilegum" sögum í viðbót Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sagði nú bara við dúddann þarna þegar hann spurði mig hvað ég ætlaðist fyrir í USA....

DA:  Are you sure you wanna know ?

Dúddi: huhhhh (strange look at me)

DA: Shop until I drop !

DA (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 18:06

2 identicon

hehe já ég kannast við þetta.

Keypti 1L af íslensku brennivíni í haust þar sem ég færi ekki í gegnum Leifsstöð aftur inní landið en þegar ég fór í security-ið fyrir tengiflug til Chicago þá var hún hirt af mér og mér sagt að hvernig þeir gengju frá þessu heima væri ÓLÖGLEGT!!!

Mér var sagt að krefjast endurgreiðslu frá Leifsstöð vegna þessa en ég nennti ekki að standa í því

Margrét Linnet (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 259717

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband