. - Hausmynd

.

fundur, stress og öfgakennd viðbrögð

Litla dýrið mitt kvartaði sáran undan eyrunum í gær. Mamman var ekki á því að hlaupa upp til handa og fóta og fá sýklalyf svo ég ákvað að dópa krakkann bara upp í staðinn Shocking.

kl 20:30 fór ég með hana inn í rúm og gaf henni verkjastíl, lagðist svo hjá henni smá stund. Ekki þurfti langan tíma til því hún sofnaði á korteri (eða þann tíma sem tók stílinn að virka). Ég leit á klukkuna og sá að hana vantaði 2 mín. í blak svo ég skellti mér í blak-gallann og bað Dísina mína um að hlusta eftir litlu systir sinni og hringja ef hún vaknaði.

Barnið vaknaði að sjálfsögðu eftir prinsessublundinn svo ég fór heim og var hún þá bara syngjandi kát og glöð W00t.

Nóttin fór svona ofan garð og neðan þar sem verkjalyfin duga bara í 4-6klst og einhverntímann snemma í morgun (jafnvel milli 5 & 6) fór barnið frammúr til að horfa á sjónvarpið. Ég slökkti á klukkunni sem hringdi kl 7 (ég man samt ekkert eftir því) og snéri mér á hina. Það sem verra var, var að Stefán slökkti líka á sinni og steinsofnaði!! Allt of seint vöknuðum við, hann orðinn of seinn í vinnuna og ég að verða of sein á fund sem ég átti W00t.

Það var lítið annað að gera en að dröslast hálf myglaður á fætur, finna til "skárri" föt á sig og henda sér út. Maður var heppinn að muna eftir barninu!! en svo rifjaðist það upp fyrir manni að barnið var kannski bara lasið og hefði helst átt að vera heima Undecided. Hvað sem því leið, þá VARÐ ég að mæta á fundinn.

Á leikskólann fór krakkinn með þeim formerkjum að ég kæmi ef hún færi að kvarta aftur í eyrunum en samt ekki fyrr en eftir 1-2 tíma þar sem ég þurfti að mæta á fund.

Ég mætti á fundinn rétt tímanlega. Viðmælandi minn var kona milli 40-50 og það fór óstjórnlega í taugarnar á mér hvernig kæk hún var með. Hún setti þumal hægri handar á hökuna og kleip/nuddaði/snerti eyrnasnepilinn með vísifingri og löngutöng!! Ég missti alveg athyglina á öllu þarna, hugsaði bara um hverlags móðir ég væri að fara með veikt barn á leikskólann og sleit ekki athyglina á þessum kæk á annars ágætri konu Woundering

Ég dreif mig í vinnuna svo eftir fundinn. Hamaðist við að finna út úr vandamálum sem lágu á skrifborðinu og þá hringdi síminn. Leikskólinn að láta mig vita af því að barnið gangi nú ekki alveg heilt til skógar í dagCrying. Nú er ég að pakka í vinnunni og er farin heim að reyna að gerast góð móðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 259717

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband