27.9.2007 | 11:59
Allt er þegar þrennt er....
Ég vildi sárlega trúa því þegar við vorum að fara að gifta okkur að fall sé fararheill. Það var allt sem gekk á fyrir stóra daginn okkar. Nú hinsvegar vil ég trúa því að allt er þegar þrennt er.
Ekki það að ég sagði þetta líka við öllum áföllunum sem dundu yfir rétt fyrir brúðkaupið en þegar þetta "þrenna" var orðið fimm eða sex breytti ég því í fall er fararheill.
Síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlegur. Við höfum til dæmis lent í:
1) Fjárhagstjóni
2) Eignatjóni &
3) Heilsutjóni.
Þetta er orðið að þrennum "tjónum" svo nú vil ég setja punktinn þarna við og segja að þetta sé komið gott í bili. Það er samt ekki laust við það að maður leiti að einhverju öðru "tjóni" sem hugsanlega gæti komið fyrir til að maður sé þá bara þokkalega undirbúinn undir það
Er búin að vera óvinnufær síðan á mánudag og grátið af kvölum. Í gær þegar ég lagðist til hvílu ákvað ég það að dagurinn í dag yrði sá besti og nú væri þetta bara ALLT búið og ég myndi ekki finna neina verki í dag
Þegar ég vaknaði í morgun, vaknaði ég með dúndrandi höfuðverk....en ekki svo slæm í öxlinni! Annað kom svo í ljós þegar ég fór á stjá að þetta er sko ekki búið og verkirnir fóru ekki í frí....eins og ég var búin að ráðgera en til að deyja ekki ráðalaus, ákvað ég að láta sem þeir væru ekki þarna og í vinnuna skundaði ég til að ná í verkefni og svo heim aftur að vinna.....ég ÆTLA að vinna í dag. Hund leið á þessu veseni öllu
Finn ekkert til....lofa!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Það á ekki að þér að ganga, kæra frænka, en gott er að sjá hvað þú lítur á þessa reynslu með björtum augum:) Sendi þér í það minnsta bestu óskir um góðan bata og ég vona að verkurinn fari að yfirgefa þig. Kærar knúskveðjur, Perla Svandís Hilmarsdóttir.
Perla (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:21
...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 18:27
Ertu að lesa Leyndarmálið?
DA
DA (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:15
Hvað meinarðu DA?? Ég ER leyndarmálið :P
Helga Linnet, 28.9.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.