. - Hausmynd

.

Bílaleigubíll á milli 8-16 á daginn!

Ég fór á myndina í gær ásamt manninum mínum. Þetta var náttúrulega heimildarmynd og hún stóð í eina 4 tíma. Ég var alveg viss á því að ég myndi ekki endast myndina en það var ótrúlegt hvað tíminn flaug áfram og áður en maður vissi af, var myndin búin og eftir sat maður hálf dofinn.

Þetta er pottþétt mynd sem, sem flestir ættu að gefa sér tíma til að sjá. Hún er átakanleg en svo blá-köld staðreynd og ekkert dregið undan. Ef maður heldur að táragöngin séu stífluð, þá er um að gera og skella sér á myndina Wink

Stefán hringdi svo í tryggingarnar til að athuga hvort ég hafi ekki verið dæmd í 100% rétti í þessum árekstri um daginn. Jú, ég var það víst og við fáum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur (ef þeir hjá tryggingafélaginu borga hann ekki bara út sjálfir) og honum var bent á það að ef þyrfti að bíða eftir varahlut/um, yrði bíllinn ekki á þeirra kostnað!!!

Hann varð að sjálfsögðu gáttaður á þessu og benti konunni á það að ef bíllinn er í viðgerð, þá fáum við annan bíl á þeirra kostnað, ALLAN TÍMANN...það væri ekki okkar vandamál ef ekki væru til varahlutir, við þyrftum á öðrum bíl að halda og ekki okkar tjón að svona fór. Angry

Ég fór þá að hugsa hvað þeir eru að spá þessir aðilar. Ég efast um að meðal jóninn sé að kaupa sér bíl/a bara til að eiga þá og láta þá standa á hlaðinu, just because og ég efast um að nokkur hafi ánægju af því að borga himin há iðgjöld af bílaflotanum sínum bara til að láta bílana standa án þess að nota þá! Ég býst fastlega við því að þeir sem kaupa sér bíl séu að því til að nota þá og margir af brýnni þörf fyrir bíl. Hvað meina þeir með því að draga mörkin ef vantar varahlut?? Ætla þeir þá ekki líka að borga bara bílinn á milli 8-16 á daginn eða bara akkúrat á meðan verið er að vinna í bílnum?? Svo til að bæta það, þá má maður ekki keyra nema 50km á dag!!! Halló...hvað á maður að gera ef maður er að vinna í 25-30km frá heimilinu? eða eins og þetta er á mínu heimili, vinnan byrjar fyrst þegar heim er komið að skutla og sækja krakkana! Ég er að keyra stundum hátt í 150km yfir daginn. Suma daga meira og aðra minna.

Ansk&%$# martröð alltaf sem maður þarf að lenda í Angry

Er nánast allt að því verkjalaus í dag og hef ekki brutt verkjalyf síðan á laugardag, mætti svo aftur í ræktina í morgun og ákvað að hlífa mér ekki mjög mikið og svo virðist sem þetta sé allt að því búið Grin vona svo sannarlega að engin eftirköst verði af þessu, og ef það verður ekki, er ég ein af örfáum sem slepp svona vel miðað við aðstæður Smile

Fór á sunnudaginn að prufukeyra nýjan Yaris með MM skiptingunni. Voða flottur skvísu bíll, býst fastlega við því að losa mig við hinn (ef hann verður ekki borgaður út) og fæ mér bara nýjan Yaris Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.10.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband