4.10.2007 | 09:48
Blood Diamond
Ég horfði á myndina Blood Diamondum daginn. Mér var sagt að ég hefði engan áhuga á demöntum ef ég horfði á þessa mynd. Jú vissulega var þetta rosaleg mynd, hún fjallar um herskáa menn sem safna þrælum til þess að finna demanta í Sierra Leone í Suður Afríku. Hún var mjög subbuleg þessi mynd og sennilega lítið dregið undan. Á þessu svæði eru sennilega hreinustu demantar í heimi svo verðið er hátt fyrir hvern bita sem finnst. Þrælarnir eru myrtir ef þeir svo mikið sem voga sér að horfa of lengi á demants bútinn sem þeir hafa fundið og hvað þá reyna að stela þeim.
Eftir myndina fór ég að hugsa um mína demanta. Þeir eru kannski ekki margir miðað við marga aðra en ég er með eina 70 demanta á höndunum og þar af 50 3p demanta. Ekki veit ég hvort þeir eru með uppruna sinn í Sierra Leone en ef maður á að fara að hafa áhyggjur af því, hvers vegna á maður þá ekki líka að hafa áhyggjur af barnaþrælkun í heiminum? Það er ekki minna af því í t.d. Nike framleiðslunni! Á maður þá ekki bara að hætta að kaupa Nike? Auðvitað eru enn fleiri framleiðslur en þetta sem bæði er þrælahald og barnaþrælkun. Ég er bara svo heppin að vera svo vitlaus að ég veit ekki um nema brot af þessu ógeði sem fyrirfinnst í þessum heimi.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.