. - Hausmynd

.

ýtt á "reset" aftan á hnakkanum!

Ég fór til sjúkraþjálfa á fimmtudaginn sem var bara fínt. Hef verið ótrúlega slæm undan farna daga og verið hreint og beint að drepast GetLost. Læknirinn sagði við mig að þetta gæti tekið einhver ár að jafna sig og ég fékk vægt kast....hef ekki tíma í svoleiðis vitleysu...vil bara fá eina pillu sem læknar þetta FOR EVER! Pinch

Sjúkraþjálfinn byrjaði að sýna mér hvernig maður "núll stillir" verkina! Ég hélt að maðurinn væri á lyfjum í nokkur andartök en þegar ég lagðist á bekkinn, fór hann að sýna mér hvernig maður platar verkina til þess að hætta að "nöldra". Woundering Ótrúlegt en satt, þá virkaði þetta svona ljómandi vel og eftir nokkra mínútna verkjahvíld, fannst mér ég vera endurnærð Sideways

Ég spurði hann svo út í blakið, hvort það væri bara gleymt og grafið næstu árin en hann sagði að það væri það sko svo sannarlega ekki. Ég gæti farið í blakið strax ef ég vildi en yrði bara að hlusta á líkamann og taka því rólega fyrstu 2-3 æfingarnar á meðan ég læri sjálf hvað öxlin þolir. Ég veit ekki hvaða þolinmæði þessar elskur í blakinu hafa gagnvart þessum nýja lærdómi mínum Undecided. Þetta eru svo miklar keppnismanneskjur að þær þola illa veikindi eða meiðsl. Ég kannski blikka þær með betra auganu svo þær sýni mér smá biðlund og þolinmæði Wink

Ég nefndi svo við Stefán minn hvernig maður "núll stillir" verkina, þá hló hann þessi ósköp og spurði hvort ég hefði þá ekki bara spurt hann út í hvort "reset" takkinn sé ekki líka bara í hnakkanum. Mér fannst þetta ekkert sérlega fyndið GetLost. Ég prufaði þetta svo þegar ég fór að sofa um kvöldið og viti menn....ég vaknaði bara 3-4x til að snúa mér en annars svaf ég alla nóttina.....það hefur ekki gerst í 3 vikur Smile. Þetta virkar þá eftir allt. Nú miðast allt við að halda þessu nöldri í öxlinni í skefjum allan daginn og gengur nokkuð vel....hætt meira að segja að bryðja bólgueyðandi og verkjalyfin eru alveg í hillunni...að undanskildum höfuðverknum í gær....en það var þá ekki meira en það.

Hamingjusöm með lífið og tilveruna, hlakka ég til morgundagsins Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott! Til hamingju með Núll stillinguna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 259707

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband