. - Hausmynd

.

skikkuð í kraga!

Ótrúlegt hvað maður getur verið vitlaus! Ég vann í gær fram að hádegi í vinnunni en þurfti svo að fara heim að vinna. Ég að SJÁLFSÖGÐU hlustaði ekki á líkamann þegar hann byrjaði að kvarta sáran svo ég hélt áfram að vinna án þess að hlusta. Til öryggis ákvað ég að ganga alveg fram af mér og fara að þvo þvott og hengja upp á snúrur, en það er versta hreyfingin mín í dag. Þegar komið var fram að kvöldmat var ég orðin svo viðþolslaus af verkjum að það hálfa var orðið nóg. Pirruð í skapinu hélt ég samt áfram og vissi nákvæmlega upp á mig sökina. Af þessum sökum, átti ég erfitt með að skipta um gír á Yarisnum sökum verkja. Ég ákvað að brjóta odd af oflætinu og sleppa blakinu sökum minnar heimsku og þráa með að hlusta ekki betur á líkamann. GetLost

Auðvitað er ég orðin hund-pirruð yfir þessum ósköpum og er búin að reyna að segja upp en það var ekki tekið gilt, einnig hef ég reynt að finna þennan "reset" hnappa en án árangurs og næst er að óska eftir EINNI töflu sem getur sett allt í fyrra horf, en engin svör fundið hjá neinum um slíkar pillur Crying

Ég hitti lögfræðing í morgun sem ég ætla að fá til að halda utan um allan kostnað sem af þessum árekstri hefur hlotist og það sem á eftir að koma. Mér var bent á það að gera það þar sem þeir vita nákvæmlega hvenær, hvað og hvers vegna. Það var mjög fróðlegt að tala við þennan ágæta mann sem sérhæfir sig í svona málum. Hann benti mér á eitt og annað hvað varðar svona slys. Smile

Eftir það skunda ég sjúkraþjálfun, enn að drepast frá deginum áður, gat ekki beygt, teygt, reigt eða neitt og var gráti næst yfir því að líða svona illa. Hann fór með mig inn á herbergið sitt og lét mig leggjast og tók stöðuna á einu og öðru, eftir það bað hann mig vinsamlegast að nota kraga við tölvusetu, það gæti hjálpað mér að ná fyrr bata. Mér fannst þetta ekki réttlátt en ákvað að REYNA að sýna SMÁ skynsemi og kaupa kraga og hlusta á þjálfann...hann HLÝTUR að vita hvað hann er að segja Shocking

Ég fór sneypt í næsta apótek og verslaði mér kraga upp á litlar 3100kr og fór aftur í vinnuna. Þegar ég kom í vinnuna setti ég kragann á mig og fannst mér eins og verið væri að hengja mig. Langaði mest að fá mér stóran trefil um hálsinn og svartan plastpoka yfir höfuðið GetLost

Ég er enn að leita af einstaklingi sem getur tekið á móti uppsagnarbréfinu mínu.... Angry....halló...anyone!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 259706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband