25.10.2007 | 13:22
Sjaldan er ein báran stök
Var frekar þjökuð af verkjum í gær svo ég ákvað að vera skynsöm og fara ekki í blakið. Tók mér svo verkjalyf um kl 23 og þegar þau voru farin að slá verulega á, skreið ég í rúmið.
Þegar ég vaknaði í morgun leið mér ágætlega. Fann ekki neina verki svo ég gat ekki annað en brosað út að eyrum við þá tilhugsun að í dag væri VERKJALAUS DAGUR. Ekki leið á löngu þar til Dísin mín kom inn í herbergi og sagði að það væri aftur farið að leka úr eyranu! Ég sem hélt að þetta væri búið...en nei, ekki alveg. Síðast þegar hún fékk þessa sýkingu var hún í 3 vikur með lyf í æð, viðloðandi spítalann. Þurftum "bara" að koma 3x á dag í lyfjagjöf.
Þar sem ég var orðin verkjalaus ákvað ég að skella mér í sturtu og reyna að hreinsa "ljótuveikina" af mér með því að fara í skárri föt og hafa mig aðeins til.
Þegar ég var búin að þurrka mér og klæða, fann ég að verkirnir voru að byrja aftur. Ég hundsaði það, hringdi í skólann hjá Dísinni og sagði að hún kæmi ekki í dag. Hringdi svo til að athuga hvar læknirinn hennar væri niðurkominn.
Fór í vinnuna en hringdi svo í lækninn hennar um kl 10 og þá var ekkert annað en að skjótast og ná í barnið og fara með hana í læknaheimsóknina.
Get ekki beinlínis sagt að það hafi komið jákvætt út úr þessu hjá lækninum, en það er bara að taka á því með jafnaðar(ó)geði.
Skutlaði stelpunni svo heim, með dúndrandi höfuðverk og þráði að komast í "gotterí" boxið mitt og verkjastilla mig aftur niður
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.