. - Hausmynd

.

Sjaldan er ein báran stök

Var frekar þjökuð af verkjum í gær svo ég ákvað að vera skynsöm og fara ekki í blakið. Tók mér svo verkjalyf um kl 23 og þegar þau voru farin að slá verulega á, skreið ég í rúmið.

Þegar ég vaknaði í morgun leið mér ágætlega. Fann ekki neina verki svo ég gat ekki annað en brosað út að eyrum við þá tilhugsun að í dag væri VERKJALAUS DAGUR. Ekki leið á löngu þar til Dísin mín kom inn í herbergi og sagði að það væri aftur farið að leka úr eyranu! W00t Ég sem hélt að þetta væri búið...en nei, ekki alveg. Síðast þegar hún fékk þessa sýkingu var hún í 3 vikur með lyf í æð, viðloðandi spítalann. Þurftum "bara" að koma 3x á dag í lyfjagjöf.

Þar sem ég var orðin verkjalaus ákvað ég að skella mér í sturtu og reyna að hreinsa "ljótuveikina" af mér með því að fara í skárri föt og hafa mig aðeins til.

Þegar ég var búin að þurrka mér og klæða, fann ég að verkirnir voru að byrja aftur. Ég hundsaði það, hringdi í skólann hjá Dísinni og sagði að hún kæmi ekki í dag. Hringdi svo til að athuga hvar læknirinn hennar væri niðurkominn.

Fór í vinnuna en hringdi svo í lækninn hennar um kl 10 og þá var ekkert annað en að skjótast og ná í barnið og fara með hana í læknaheimsóknina.

Get ekki beinlínis sagt að það hafi komið jákvætt út úr þessu hjá lækninum, en það er bara að taka á því með jafnaðar(ó)geði.

Skutlaði stelpunni svo heim, með dúndrandi höfuðverk og þráði að komast í "gotterí" boxið mitt og verkjastilla mig aftur niður Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband