20.11.2007 | 12:25
hinumegin á kúlunni
ég var að reyna að vekja litla skottið mitt um daginn og eitthvað var erfitt að vakna svo ég sagði við hana í svona "spennandi tón"; "Hey, Sunna...veistu HVAÐ...var ég búin að segja þér það?". Yfirleitt er þetta nóg til þess að hún opnar augun og knúsar mig en í þetta skiptið snéri hún sér á hina og sagði; "já mamma, ég veit það....þú ert að fara til Kína"
Það var nú ekki þetta sem ég ætlaði að segja við barnið en ákvað þess í stað að spyrja hana frekar út í þessa Kína ferð mína og spurði hana hvort hún vissi hvar Kína er. Svarið var einfalt; "já, ég held það...er það ekki hinumegin á kúlunni?"
Hey! Kommon...krakkinn er bara fimm ára
Annað fyndið atriði var eftir afmælisveisluna hjá Fríðu frænku. Við komum heim, frekar seint fyrir litla pottorma sem eiga að vera farnir í rúmið kl 20. Samkomulagið var að hún færi beint í náttfötin um leið og við kæmum heim. Hún stóð við gefið loforð og skyndilega var barnið mætt aftur fram og komin í náttföt. Ég varð undrandi því ekki bara að hún fór í náttfötin, heldur líka í hrein náttföt og það Dalmatíu náttfötin. Ég hváði yfir þessu og þá sagði hún mér það að hún hafi ákveðið að fara í þessi náttföt því hún var að leika við Ásdís og Birki sem eru frændur mínir og þau hafi gefið henni þessi náttföt í afmælisgjöf!
Ég fórnaði höndum því þetta barn man ALLT....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Snillingur er hún! Annars ekki skrítið að hún muni eftir svo yndislegum og æðislegum börnum eins og mínum og hvað þau gefa henni
Hafðu það gott í Kína og sjáum til hvort þú fáir ekki líka overdós af kínamat eins og ég forðum daga...
Eyrún Linnet, 21.11.2007 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.