28.9.2006 | 22:54
stjörnuhrap
fór út með myndavélina til þess að taka myndir! Ekki gekk það eins og ég ætlaði mér. Labbaði niður í fjöru og mundaði myndavélina hægri vinstri. Svo sá ég ekkert í myrkrinu en hélt áfram að taka myndir eins og MF! Svo var ég að skoða myndirnar sem komnar voru þá fannst mér þær e-ð svo skrýtnar
Fór þá að skoða þetta nánar og komst að því að stóri ormurinn minn hefur verið að skoða vélina og breytt stillingum með þeim afleiðingum að allar stjörnurnar mínar voru í Sepia!!!!
Mér fannst það ekkert sérlega sniðugt. Allavega sáust engar stjörnur!
Ég fór svo að velta því fyrir mér hvurslags völd e-r kall hefur. Segir bara; "hey! þið! nenniðiggi bara að slökkva öll götuljós í borginni til að sýna smá LIST?!?!?!" Jú, hvað er gert....öll götuljós slökkt. Ekki málið Ég er farin að velta því fyrir mér hvað ég get sagt eða beðið um að gera
Ekki það, ég veit alveg að ég hef engin völd...........ENNÞÁ....
Eins og Ingólfur H. Ingólfsson sagði á námskeiðinu í gær; "Hvað er markmið? Jú, það eru dagdraumar með dagsetningu" Ég held að það sé bara nokkuð rétt
Annars hafði hann margt til málanna að leggja í gær þessi ágæti kappi. En ekkert var það sem maður vissi ekki! Maður veit jú margt, en kannski fer ekki eftir öllu
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
267 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.